Að hlaða inn myndum

Er núna að hlaða inn myndum á tölvuna, því ég þarf að tæma kubbinn, til þess að geta tekið nóg af myndum af frumburðinum á fótboltamóti um helgina. Ekki það að það sé nauðsynlegt að taka fullt af myndum, en mig langar mikið til þess.

Hef ekki gefið mér tíma til að skrifa eða lesa blogg undanfarið þar sem dagarnir þjóta framhjá og mér til mikillar skelfingar var ég að átta mig á að ég er að fara til útlanda eftir 3 vikur og ég hef ekki náð að undirbúa allt sem ég hefði þurft að vera búin að undirbúa, en það kemur bara með kalda vatninu. Þyrfti samt að fara að koma mér í að fá nýtt ökuskírteini, þar sem ég fæ líklegast ekki að leigja bíl á ökuskírteinið sem ég er með - því það er eiginlega ekkert eftir af myndinni - þó ég hafi grennst þá er ég samt ekki alveg horfin eins og myndin vill gefa til kynna.

En það sem hefur á dagana drifið er ótrúlega margt og mikið, t.d. fínasta ættarmót í Hrútarfirði í blíðskaparveðri, brjálæðislega mikil vinna, reddingar í að keyra skólastráknum hingað og þangað. Vinahittingar, fjölskylduhittingar og fullt af litlum smáverkefnum. Vondar fréttir og góðar fréttir, og bara einhvernveginn er ég búin að eiga mér fullt af lífi, en hef ekki alveg verið þátttakandi í því og langar til að það fari að róast aðeins núna. Væri til í eina helgi t.d. með engin plön og bara vera. En einhvernveginn er alltaf eitthvað nýtt að planast þó ég ætli mér það ekki. Þarf kannski bara að segja nei, ég ætla að vera heima og gera ekki neitt núna.

Jæja, núna fara myndirnar að verða komnar inn í tölvuna þannig að ég ætla að fara að sofa. Vona að þið eigið ljúfa helgi og ef þið eruð nálægt Akranesi, endilega verið í sambandi ;D

Knús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Gleðilegt líf.. góða helgi...

Helga Dóra, 20.6.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Brussan

góða skemmtun og njóttu vel

Brussan, 20.6.2008 kl. 19:53

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Já einmitt María mín lífið er alltaf að gerast. Eigðu yndislega helgi með fjölskyldunni og öllum fótboltastrákunum. Knús

Kristborg Ingibergsdóttir, 20.6.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband