Missti af fundi og borðaði næstum of seint

Dálítið mikið utan við mig í kvöld, ætlaði sko alveg rosalega mikið á fund, því ég hef ekki farið á fund í margar vikur, nema núna um helgina. En var svo mikið að hugsa um að leyfa strákunum að skemmta sér, setti sundlaug í garðinn og eitthvað, fór svo að telja flöskur og fara með þær í Sorpu og svo í Krónuna og fékk svo skilaboð um hvort ég ætlaði ekki á fund og þá var klukkan bara allt í einu orðin 7:40 og ég ennþá í búðinni og átti eftir að elda allan matinn, þannig að ég það var ekki að gera sig.  borðaði hádegismatinn minn kl. 12:20 og rétt náði að borða matinn minn kl. 20:20 - úff hvað ég varð stressuð þegar mér var bent á það af engli að ég væri að verða of sein að borða innan 8 tímanna. En þetta hafðist allt saman og ég er ekki dáin ennþá. Hefði samt viljað koma á fund. Tók bara æðruleysið á þetta og mér líður ótrúlega vel núna. Fékk mér mjólkurís, með steiktum kryddhveitikímspönnukökum - alveg sjúklega gott, þannig að ég naut matarins mjög vel, þrátt fyrir stressið.

Annars átti ég bara yndislega helgi með englunum mínum hérna heima á föstudaginn og svo með englunum í GSA á laugardag og hluta úr sunnudeginum. Þetta var bara æðislegt. Gott að koma á þessar slóðir aftur, þar sem ég hef ekki komið þangað í langan tíma. Fór upp í Álfasel - sem er hús sem amma mín á þarna og staður sem ég elska að vera á. Frábær félagsskapur. Takk fyrir mig stelpur þið eruð bara yndi.

Er farin að huga að næstu helgi, þar sem ég er að fara á ættarmót, svo þarnæsta helgi sem er fótboltamót á Akranesi, þarf að fara að skipuleggja þetta allt saman, hvernig við ætlum að sofa og svona. Gaman gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brussan

Takk fyrir helgina

Brussan, 10.6.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Marilyn

TAkk fyrir helgina og hjálpina við innkaupin ;)

Marilyn, 10.6.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband