Áskorun

1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?

Nei

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? 

Það er orðið bara þónokkuð langt síðan, hef verið í nokkuð góðu jafnvægi undanfarnar vikur. Nema kannski núna á miðvikudaginn þegar strákurinn minn var að klára 1. bekk og var að kveðja kennarann sinn, þá táraðist ég svolítið - en grét ekki sko.

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?   

Neibb 

4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST?

Fannst alltaf kjúklingur, en nú er nautakjöt að koma svolítið sterkt inn. Skrýtið hvað maður breytist 

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG? 

2 yndislega stráka og eina tík sem heldur að hún sé barn

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN?

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?

Já ég nota hana allt of mikið og það versta er að ég nota hana á börnin mín, þannig að þau eru orðin alveg ringluð og þurfa sálfræðing út af því.

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?

Ég hef oft velt því fyrir mér en karlinn vill helst ekki að ég geri það, höfum horft á dálítið mörg teygjustökk sem hafa mistekist 

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?

Það breytist alltaf af og til en í augnablikinu er það kryddpönnukaka með skyri og jarðaberjum ofaná

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?

Nei þarf endilega að gera það 

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? 

Stundum held ég það, en svo koma tímar þar sem ég efast stórlega

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR?

Ætla að vona að það verði ís keisarynjunnar eftir helgina :D

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS?

Holningin - þekki einhverra hluta vegna flesta út frá holningunni

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? 

Bleikur á mér, en rauður á mörgum konum

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG?  

Neikvæðnin, fullkomnunaráráttan og letin

16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?  

Dúddu ömmusystur minnar og svo margra vina minna sem ég hitti allt of sjaldan

17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? 

Það er alltaf gaman að lesa svona lista hjá fólki, en ég skil fólk vel ef það gefur sér ekki tíma í þetta

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? 

bláar buxur og svartir sokkar

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR?  

Grillaðan grísavöðva með fetaosti, grillaðan kúrbít, papriku, sveppi og lauk með hvítlaukssósu og nú vill karlinn ekki vera nálægt mér - því ég anga af hvítlauk.

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?

Pókermót í sjónvarpinu 

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? 

Bleikur

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?

lyktin af öllum strákunum mínum þegar þeir eru nýkomnir úr baði

23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?

Pabba


24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ?

Ójá 

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?

Tja, það er nú það, ætli ég skemmti mér ekki best að horfa á strákinn minn í fótbolta

26. ÞINN HÁRALITUR ?

Íslenski sauðaliturinn .

27. AUGNLITUR ÞINN?

Græn, grá og gul

28. NOTARÐU LINSUR ?

Nei

29. UPPÁHALDSMATUR ?

 Ohh, það er svo mikið gott til, en ætli nautasteikin sem ég fékk síðustu helgi sé ekki hæst á listanum núna ásamt grísavöðvanum sem ég fékk í kvöld með fetaosti - alveg hrikalega gott. Namm namm

30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR?

Mér finnst gaman að horfa á hryllingsmyndir með karlinum mínum, en ég vel sjálf myndir með góðum endi. 

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?

Vó ég man það ekki. 

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?

Bara koss

33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?

Butternut með kanelsykri og smjöri

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?

dónt nó 

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?

Bróðir minn

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?

Faðir Fred, 24 stundir og AA bókina.

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?

Er ekki með músarmottu hérna heima

38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?

Greys Anatomy

39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?

Bara bæði betra

40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?

Atlanta USA held ég að sé það lengsta sem ég hef farið

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?

erfitt að segja 

42. HVAR FÆDDISTU ?

Í rúmi :D

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ?

Bobbu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kr.

Æðislegt að sjá listann ganga á milli :)

Takk fyrir æðislega helgi;) 

Hafrún Kr., 8.6.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: María

Nei ég geri með kanel, negul og engifer - alveg eins og ég notaði í kryddskúffukökuna hérna í denn ;D

María, 8.6.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband