Sumarfríið nálgast eins og óð fluga

Já það er sérstakt að hugsa sér að maður sé að fara að komast í þetta laaaaaangþráða sumarfrí. Ég er búin að vera að píska mér út - þannig að ég geti verið í 7 vikna fríi með skólastráknum mínum og mér finnst það æðisleg tilhugsun. Á bara eftir viku í vinnunni og hún verður eiginlega bara hálf, því ég ætla bara að vera ca hálfan daginn alla dagana, þar sem strákurinn er bara hálfan daginn á námskeiði. Núna er líka rétt rúm vika í afmælið mitt og 2 vikur í brottför til Ítalíu. Barasta geggjað.

Fór í fjölskyldugarðinn með guttana áðan það var æði, en ég er orðin allt of mikil kuldaskræfa, var í peysu og jakka allan tímann, á meðan þeir voru bara á bolunum - þarf að fara að gera eitthvað í þessu. 

Er að kafna úr þreytu núna, ætla að fara að sofa og vera ótrúlega spræk á morgun eða ekki - það kemur í ljós. Eigið góða helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Eigðu góða helgi með strákunum þínum elskan :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 27.6.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Brussan

Hafðu það náðugt með gaurunum, góða helgi

Brussan, 28.6.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

nei nei bara fundin hehehe  vissi ekki af því að þú værir að blogga.  "brussan" var að adda mig sem vin og ég fór í framhaldi af því að skoða GSA síðuna - humm hvað eru margir mánuðir/ár kannski síðan ég ætlaði að skoða þessa síðu svo ég tali ekki um að fara á FUND!!!!  Núna verð ég að drífa í þessu haha 

Njóttu sumarfríssins, ég sem ætlaði að ná þér áður en þú færir í frí :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 2.7.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband