Haustið komið

Já ég held að haustið hafi formlega byrjað í nótt þegar það tók að hvessa. Fór í vinnuna í morgun og þurfti að fara í IKEA og á leiðinni úr IKEA fuku myndirnar sem ég hafði keypt af kerrunni og ég þurfti að hlaupa á eftir þeim í rigningunni og rokinu og redda þessu, kom svo með dótið í vinnuna og var að reyna að bera það inn án þess að kjóllinn færi allur upp um mig, en það gekk frekar erfiðlega. Kjóllinn vildi bara fjúka upp og samstarfsmaður minn stóð inni og fylgdist með mér (en bauðst að sjálfsögðu ekki til að hjálpa) því þetta var svo fyndin sjón. Allavega allt komst inn, en ein myndin skemmdist :(

Þegar ég var á leiðinni heim ákvað ég að sækja skólastrákinn minn því ég vildi ekki láta hann labba heim. Og svo sótti ég leikskólastrákinn minn bara strax líka, því mig langaði bara til þess að komast heim og vera heima. Og ég er búin að vera heima síðan 3 sem er dásamlegt. Búin að ryksuga og prjóna og prjóna og prjóna og prjóna (það þýðir að það er komið haust hjá mér).  Er núna með 5 börn í húsinu, tvo naggrísi, einn hund og einn karl. Ótrúlega heppin.

Velti því fyrir mér hvað ég eigi að prjóna næst. Var nefninlega að klára inniskó sem ég á eftir að þæfa - hef aldrei þæft, en hlakka til að sjá hvernig það kemur út á morgun. Er núna að reyna að ákveða mig hvað ég ætla að prjóna næst og er komin að niðurstöðu held ég barasta núna. Ætla að prjóna þetta.

Jæja vonandi eigið þið yndislega helgi framundan. Ég veit allavega að mín verður það ef ég leyfi henni það. Vakna með fullt af krökkum í fyrramálið, förum svo í barnaafmæli, foreldradjamm og afslöppun.  Knús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Eigðu góða helgi elsku skvís og innilega til hamingju með afmælisbarnið.

Ég væri sko alveg til í svona Poncho geggjað alveg :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 30.8.2008 kl. 02:22

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

haha ég greynilega þreytt, en jújú bara til lukku með afmælisbarnið þó svo að það séu ekki gullmolarnir þínir :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 30.8.2008 kl. 02:33

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

prjónaðu á mitt barn plís

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.8.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: María

Ella Sigga mín hvað viltu að ég prjóni. Viltu peysu, húfu, sokka eða vettlinga og í hvaða lit. Mín væri ánægjan að fá að prjóna á litla krílið.

María, 30.8.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Helga Dóra

Ji, hvernig væri að við stofnuðum nú prjónaklúbb... Langar svo til að prjóna eitthvað en kann ekki nóg..... Þú gætir verið með námskeið og við Ella gætum lært að prjóna eitthvað almennilegt.....

Helga Dóra, 30.8.2008 kl. 12:12

6 Smámynd: Ella Guðný

Jiii ertu prjónakona :) ég elska að prjóna en byrja alltaf og nenni svo ekki meir .. svo er ég svo léleg í uppskriftunum og svona.. þannig ég styð það að við stofnum prjónaklúbb :P

Ella Guðný, 30.8.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Marilyn

ÉG held að ég hafi síðast snert prjóna fyrir 6 árum síðan þegar ég var ólétt af stelpunni - mamma þurfti að klára þann prjónaskap.

Marilyn, 30.8.2008 kl. 22:52

8 Smámynd: Sykurmolinn

Ég vildi óska að ég kynni að prjóna   Dáist að þeim sem kunna að prjóna og öfundast kannski bara smáááááá

Sykurmolinn, 31.8.2008 kl. 09:29

9 Smámynd: María

Habbý: já ég sá það sem þú varst með á fimmtudaginn, áttu það ekki? Ég skal aðstoða þig við að búa til svoleiðis :D

Og þið sem viljið - ég er alveg til í að vera með ykkur í að prjóna og hjálpa þeim sem þarf að hjálpa - mér finnst það nefninlega svo gaman. Höfum bara hitting fljótlega með prjóna og garn

María, 31.8.2008 kl. 12:47

10 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Alveg til í prjónaklúbb, væri til í að prjóna mér svona poncho :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 31.8.2008 kl. 21:03

11 Smámynd: Hafrún Kr.

vá já égværi til í prjónakvöld :)

Er einmittað fara á seinnihlutann á námskeiðinu mínu á þriðjudaginn. 

Hafrún Kr., 31.8.2008 kl. 21:20

12 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

við ella hvað??? ég kann alveg að prjóna, ég bara nenni því ekki :D ég vil bara eitthvað krúttlegt dress, segi þér litinn kannski seinna ;)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 4.9.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband