Letidagur

Vá hvað það er hægt að vera latur og gera ekki neitt. Ég er eiginlega búin að vera í rúminu þangað til fyrir 2 tímum og það hef ég bara ekki gert í 7 ár. Nema þegar ég hef verið mjöööööööööög veik.

Fór á ball í gær ofsalega gaman að fara út með vinkonum sínum, en ég var ekki alveg að sætta mig við það hvað hljómsveitin gerði við lögin sín - en þeir stjórna þessu víst og ég fór þess vegna bara heim um hálf fjögur og var ótrúlega sátt. Gaman að geta farið svona út og verið bara alveg sama um allt, ég þurfti ekki að fá viðurkenningu frá neinum um það að ég væri fín, ég var ekkert að spá í hvað fólki fannst um hvernig ég dansaði, ég bara var þarna og gerði eins og mig langaði að gera. Ég fór meira að segja út á dansgólfið þó það væri ekki troðfullt og það var möguleiki á að einhver gæti horft á mig. Þetta er sigur.

Fór að fylgjast með brósanum mínum í gærmorgun í 10 km hlaupinu og var að kafna úr monti yfir því að hann væri að gera þetta. Hugsaði á leiðinni niðureftir - ég ætti kannski að stefna að þessu næsta ár. Fór svo og horfði á hlauparana og hugsaði bara - nei ég sleppi því bara. En eitt er víst, ég VERÐ að fara að styrkja mig eitthvað, ég er orðin svo hrikalega mikill aumingi get varla opnað Pepsi MAX - eða það eru kannski fullmiklar ýkjur, en engu að síður ég bara verð.

Fór svo að rifna úr stolti yfir strákunum mínum tveimur í Latabæjarhlaupinu - annar hljóp sjálfur í fyrsta skipti og ég að deyja úr monti yfir honum. Hinn hljóp með pabbanum sínum og drukknaði næstum því í rigningunni. En þeir eru algjörar hetjur allir 3. Dýrka þá og dái.img_2260.jpg

Jæja ætla að fara að elda góðan mat fyrir tengdó. Síjú leiter. img_2277.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Já dásamlegt þetta frelsi á djamminu - vera bara sama um hvað öðrum finnst um mann. Miklu skemmtilegra að djamma núna.

Marilyn, 24.8.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Elska svona letidaga :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Sykurmolinn

Svona letidagar eru nauðsynlegir.  Takk fyrir fundinn í kvöld og takk fyrir að vigta og mæla

Sykurmolinn, 25.8.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband