Verslunarmannahelgin búin

já nú er farið að síga á seinnihluta sumarsins. Það er einhvernveginn þannig hjá mér að þegar verslunarmannahelgin er búin, þá finnst mér sumarið alltaf vera að verða búið. Það er farið að dimma meira og meira. En það sem huggar mig er nú að það er ennþá eftir Gay Pride, sem mér finnst alltaf rosalega gaman að fylgjast með og svo er það Menningarnóttin sem getur verið gaman að fara á, nú eða Danskir dagar í Stykkishólmi.

En allavega svona svo ég segi ykkur frá því sem var þess valdandi að við þurftum að fara á spítalann með frumburðinn.  Þannig var mál með vexti að þegar við vorum búin að fara í London Eye, þá fórum við með lest í áttina að dýrgarðinum og ætluðum síðan að tala leigubíl frá lestarstöðinni í dýragarðinn, en það vildi ekki betur til en svo að þegar við hoppuðum inn í leigubílinn, þá setti sá eldri fingurna í falsinn og mamma hans var svo mikið að flýta sér að loka því við vorum úti á miðri götu og skellti á þrjá fingur. Það heyrðust bara ískrandi öskur út um allan bíl og það tók mig smá tíma að átta mig á því hvað væri að gerast og svo tók það mig ennþá lengri tíma að átta mig á því hvernig ætti að opna þennan blessaða leigubíl aftur, því það var eitthvað plast fyrir opnaranum og ég reyndi að ýta niður en það virkaði ekki og svo loksins fattaði ég að það átti að toga upp. Þá kippti barnið náttúrulega fingrunum til sín og ég þorði varla að kíkja - hélt að fingurnir væru farnir af. Þá kom að smiður sem hafði setið úti á tröppum þarna rétt hjá og hann spurði hvort okkur vantaði sjúkrakassa og ég sagði bara já án þess að vita hvernig staðan væri. Svo kom hann með sjúkrakassann og ég eiginlega vissi ekkert hvað ég ætti að gera horfði bara á fingurna á barninu sem voru bláir og bólgnuðu ört. Það eina sem mér datt í hug var að fá eitthvað kalt. Smiðurinn spurði bílstjórann hvort hann vildi ekki bara keyra okkur upp á spítala, en blessaður gamli karlinn sem var mjög nálægt grafarbakkanum gat ekki hreyft sig og sagði bara "ég get ekki keyrt með svona öskrandi barn" og hann sagði eitthvað meira, en ég varð svo reið að ég skipaði öllum út úr bílnum og smiðirnir buðu okkur inn í húsið (sem var NB 5 milljón punda hús - þeir sögðu okkur frá því bara svona til að geta gert söguna skemmtilegri þegar við færum að segja frá þessu) og þar fengum við að láta renna kalt á fingurna og búa um þá. Síðan tókum við sem sagt ákvörðun um að fara með hann upp á spítala, því það gæti eitthvað verið brotið, en eftir að við vorum búin að bíða í 1 og hálfan tíma þar, þá var ég komin á þá skoðun að það væri allt í lagi með fingurna - sem reyndist rétt greining hjá mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fá að fara, því ég vildi ekki vera að eyða tíma læknanna, en okkur var haldið fast þarna inni, þangað til við hittum lækninn sem talaði við okkur í ca mínútu og komst að sömu niðurstöðu og ég. Sem betur fer. ÚFFFF þetta var hræðilegt en endaði svo ósköp vel og fingurnir eru allir á. Við höfðum bara klukkutíma til þess að fara í dýragarðinn og við tókum þetta bara á hlaupum og skoðuðum merkilegustu dýrin að okkar mati. Strákarnir greyin voru ekkert búnir að borða, en stóðu sig eins og hetjur -  meiri skemmtiferðin þetta. Nú eftir að dýrgarðinum var lokað, fórum við á Pizza Hut og við fengum öll eitthvað gott í gogginn. Síðan reyndum við að finna leikföng handa hetjunum okkar tveimur sem gengu um Oxford stræti án þess að segja múkk. Ég fæ ennþá illt í magann að hugsa um þennan dag, en er samt svo þakklát fyrir að þetta fór svona vel.

En síðan við komum heim erum við búin að fara í mat til mömmu og pabba og  fara í eina útilegu, sem við fórum í bara strax daginn eftir að við komum heim og það var bara æðislegt. Þar hittum við vini okkar og nutum þess í tætlur að vera til og eiga góða vini. Í dag er ég svo búin að vera að þvo þvott, þrífa ísskápinn og ruslaskápinn (sem ég ætlaði að gera áður en ég fór út), baka með yngri stráknum og núna er ég bara í afslöppun og ætla að hætta að vera í tölvunni og leyfa frumburðinum mínum að leika sér í tölvunni.

Ætla að mæta á fund í kvöld. Hef ekki farið á fund í mánuð og það er allt of langt síðan. Hlakka hrikalega mikið til að hitta allar gellurnar þar og kannski einhverja gæja :D

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Velkomin heim gella. Gott að þetta endaði allt vel með litla drenginn þinn. Hlakka til að hitta þig í kvöld.

Kristborg Ingibergsdóttir, 4.8.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Brussan

takk fyrir fundinn í kvöld....mæli með að fara að hittast og gera eitthvað skemmtilegt bráðum ......halda annað glimmerkvöld.

Brussan, 4.8.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: María

Já ég er til í annað glimmerkvöld

María, 5.8.2008 kl. 00:43

4 Smámynd: Ella Guðný

Gott að það var allt í lagi með fingurna á prinsinum þínum :)

Takk fyrir góðan fund í gr :)

Ella Guðný, 5.8.2008 kl. 19:53

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

úfff já gott að allt fór vel, þeir geta verið alveg ótrúlegir þessir blessaðir taxabílstjórar úti, skil þig vel að rjúka út úr bílnum :-)

Eigðu áfram góðan tíma með fjölskyldunni skvís :-)

Er komin heim svo fundarsóknin mín er komin á dagsskrá hehe

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 6.8.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband