Ferðin til Toscana og BRUNI og BIT- áááá

Hæ hó, ég er hér í GEÐVEIKU húsi í Toscana og það er æðisleg sundlaug og allt alveg geggjað, nema hvað, mér tókst í gær að brenna mig á bakinu og maganum (sem NB hefur aldrei séð sól áður). Núna verð ég bara að vera inni eða undir sólhlífunum því ég meiði mig ef sólin skín í gegnum bolinn á brunann. Frown En annars er allt búið að vera æðislegt eftir að við komum til Toscana. Ferðin hingað gekk upp og ofan. Lögðum af stað kl. 5:15 á föstudagsmorguninn. Flugið til Stansted gekk að sjálfsögðu mjög vel, við fórum í Bishops eitthvað, bæ sem er rétt hjá Stansted og fórum þar í keilu, því okkur fannst frekar rigningarlegt. Svo komum við út á völl og tékkuðum okkur inn á flugið til Forli, en þá kom í ljós að við máttum ekki vera með svona þunga tösku (hún var nefninlega 30 kg), og hver taska má bara vera 15 kg hjá Ryanair. En við vorum að reyna að komast af með 2 töskur og tróðum því öllu í þær. En allavega ég tók þá matartöskuna mína úr og setti hana sér og það var næstum því 10 kg. En það sem verra var að ég tók snyrtitöskuna í handfarangur og fattaði náttúrulega ekki að það væri vökvi í henni, fyrr en við komum að eftirlitinu (ég var orðin mikið sveitt og pirruð þarna - búin að bíða svo lengi í röðinni eftir tékkinninu). Síðan var leitað nánast allstaðar á mér að utan því hliðið pípti og líka á eldri gaurnum. Og svo var bakpokinn minn tekinn í öreindir, því þau höfðu séð eitthvað í honum og viti menn, ég var með tvo vatnsbrúsa (með íslensku vatni) sem ég var búin að gleyma og svo var ég með rjómaost, sem ég fattaði ekki að væri vökvi.  En konan var sem betur fer svo hrikalega almennileg að hún  tæmdi brúsana fyrir okkur, því ég var að lýsa deginum okkar fyrir henni og að ég væri bara hætt að hugsa rökrétt.

Inni í fríhöfninni vorum við svo bara í rólegheitum, vélinni seinkaði um klukkutíma. Ég fór og keypti vatn og gos og tyggjó :D og svo fórum við að rölta út  að rananum, en þá sá ég snakkið sem ég má borða og ætlaði að kaupa það en viti menn ég hafði gleymt kortinu mínu þar sem ég keypti vatnið og allir áttu að fara inn í vélina um leið og farþegarnir sem voru að kom væri farnir úr henni. Þeir síðustu voru að ganga frá borði þegar ég stökk af stað að ná í kortið mitt. Og þökk sé fráhaldinu mínu gat ég hlaupið dágóðan spotta af leiðinni, hlaupið upp stigana og ég náði að komast báðar leiðir á skömmum tíma. Þannig að það má eiginlega segja að æðri mátturinn og fráhaldið hafi virkað vel þarna, því ég hefði að sjálfsögðu ekki verið að kaupa þetta snakk nema vera í fráhaldi og þá hegði ég náttúrulega ekki fattað að mig vantaði kortið. HJÚKKET.

En svo vorum við komin út í vél og þá var okkur tilkynnt það að við fengjum ekki að fara í loftið fyrr en eftir 1 og hálfan klukkutíma. Allt í lagi, strákarnir voru bara að brjálast úr þreytu og þeir hlytu nú að geta sofnað - eða ekki.   Nei þeir vöktu eiginlega allan tímann. Nú þegar við vorum að nálgast Forli, þá var okkur tilkynnt að það væri búið að loka flugvellinum og við þyrftum að lenda á Rimini. ÚFFFFFFFFFFF, ég var nú alveg að missa þolinmæðina, en hugsaði mér að það myndi ekkert hjálpa okkur að ég yrði pirruð og fúl yfir þessu. Strákarnir mínir yrðu ekkert minna þreyttir þó ég yrði pirruð og fúl og myndi kvarta í flugþjónunum eins og margir Ítalanna gerðu. Þannig að við hjónin tókum bara æðruleysið á þetta. Litli guttinn fann sér félaga í vélinni sem heitir Davis og þeir voru ótrúlega góðir saman þó þeir skildu hvor annan ekki neitt, en ég tók að mér að þýða fyrir þá. Í rútunni frá Rimini til Forli sofnuðu svo báðir strákarnir loksins og þeir sváfu af sér þegar við bárum þá í bílinn og úr bílnum inn á hótelið. Vöknuðu bara svaka hissa daginn eftir á hótelinu. En sælir og glaðir.

Við fórum þá í lestarferðina miklu til Toscana - tókum 3 lestir hingað og það gekk bara ótrúlega vel. Svo kom elskulegur brósinn minn að sækja okkur á lestarstöðina og við keyrðum í húsið  sem er bara nákvæmlega eins og myndirnar sýna. Það er bara æðislegt. Hérna erum við búin að vera og hafa það hrikalega huggulegt. Tímum eiginlega ekki að fara úr húsinu, því það er svo æðislegt.

Þegar við komum hingað þá sá ég að ég hafði gleymt sojabaununum mínum, helmingnum af kíminu mínu og sírópinu, en ég er samt í fráhaldi í dag og það hefur gengið alveg æðislega vel - þó mig hafi alveg langað til að geta farið út að borða í gær og ekki þurfa að hafa vesen á veitingastaðnum. En það var svo bara ekkert vesen. Ég var með texta á ítölsku yfir það sem ég er með "ofnæmi" fyrir og þeir barasta redduðu mér. - Bara æðislegt. 

En jæja, þetta var ferðasagan sem ég ákvað að setja hérna inn, því mig langar til að muna eftir þessu - efast um að nokkur hafi nennt að lesa þetta og ég skil það vel. En ég vona að þið hafið  það sem allra allra best. Knús frá Toscana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Ég nennti sko að lesa þetta. Elska sögur af því hvernig hægt er að takast á við erfiðar aðstæður í fráhaldi og meika það án þess að borða. Til hamingju og góða skemmtun í æðislegu útlandaferðinni.

Marilyn, 16.7.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Hafrún Kr.

Vá æðislegt hafðu æðislega ferð :)

Já æðri máttur vinnur á ótrulegustu vegu. 

Hafrún Kr., 16.7.2008 kl. 16:36

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

gott að þið eruð komin á leiðarenda, heil á húfi og ekki rænd :-)

Það er alveg yndislegt að vera á þessum slóðum og ég veit að þú átt sko eftir að njóta þín í botn. Gangi ykkur súpervel og njótið tímans saman elskurnar :-)

KNÚS OG KRAM

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 17.7.2008 kl. 19:00

4 Smámynd: Sykurmolinn

Æðisleg ferðasaga :)  Ég las hana sko alla.  Ég bara gjörsamlega elska Ítalíu, ítölskuna, ítalska matinn, ítölsku strákana  ....  Öfunda þig nú bara alveg smá að vera þarna úti.  Hafið það alveg ofboðslega gott!!!

Sykurmolinn, 17.7.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Helga Dóra

Hafðu það gott

Helga Dóra, 18.7.2008 kl. 14:50

6 Smámynd: Sigga Dröfn

Hæ elsku María

Gott að sjá þig og hvað allt gengur vel. Ég er að spá í að drífa mig á fund. Er ekki að geta verið án ykkar.

kveðja

Sigga

Sigga Dröfn, 21.7.2008 kl. 19:22

7 identicon

Vá...þvílíkt ferðalag !!! sem sannar enn og aftur að allt er hægt með æðruleysi og fráhaldi.....dásamlegt !!!! ENN vá hvað ég sakna þín elsku bestasta Marían mín ..... allt gengur vel og vonum framar....hlakka svo óendanlega til að fá þig heim og segja þér allllllllllttt......það létta...tíhí...knús, kossar og endalaus kærleikur ......eins og þeir segja á ítölsku ti voglio tanto bene amica mia...per sempre....tíhí

þín Dóra...

hdora.... (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 22:18

8 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Gaman að lesa söguna þína og hvað þér gengur vel María mín. Hafðu það allra best. Knús og kveðja.

Kristborg Ingibergsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:58

9 identicon

Gaman að heyra ferðasöguna elsku María. 

Þín Sigurlaug

Sigurlaug (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband