Klikkaðslega mikið að gera

Hellú,

hef ekki gefið mér tíma í að blogga neitt og varla til að lesa póstinn. Það er búið að vera alveg svakalega mikið að gera hjá mér eitthvað.  Byrjaði um daginn að blogga um partýið og langaði að skrifa svo margt og alveg í díteilum, en hafði svo ekki tíma til þess. En þetta var sem sagt æðislegt partý og ég skemmti mér konunglega með öllum þessum prinsessum. Takk fyrir yndislegt kvöld, geggjaðan mat og frábæran félagsskap.

Vikan er búin að vera dálítið mikið bissý. Brjálað að gera í vinnunni, skutla drengnum á æfingar, skipuleggja vorblót með vinum okkar, saumaklúbbur, skipuleggja júrópartý fyrir laugardaginn og sponsorast. Í síðustu viku vorum við að fá greiningu á yngri strákinn okkar (nú eru þeir báðir greindir með juvenile retinoschisis) sem þýðir að þeir sjá báðir mjög illa þó þeir séu með gleraugu og líklegast er eldri strákurinn með ca. 40-50% sjón ef það er hægt að tala um svoleiðis. En allavega þá flokkast þetta sem fötlun og það var svolítið áfall fyrir okkur. Ég er vön því að vera hinum megin við borðið og vera að greina börn með frávik, en svo eru bara báðir strákarnir okkar með frávik frá norminu. Við erum búin að vera að velta þessu fyrir okkur og auðvitað eru margir sem eiga miklu meira erfitt en við og þeir, en ég er samt búin að ákveða að gefa mér leyfi til að syrgja svolítið framtíðina þeirra, því ég var búin að sjá þá báða fyrir mér t.d. fá bílpróf, en nú er það óljóst hvort þeir muni geta gert það. Við vorum að fá tíma á Sjónstöðinni fyrir þann eldri og mér finnst það ótrúlega skrítið, en gott að fá þessa þjónustu samt strax, það eru ekki svona langir biðlistar þangað inn, eins og hjá okkur í vinnunni minni. Það má þakka fyrir það. En ég er sem sagt búin að vera að velta mér mikið upp úr þessu undanfarna viku og finnast ég vera svolítið misheppnuð og svona, en það er bara minn veiki hugur.

Æi vá þetta fór út í allt annað en ég var búin að skipuleggja, ætlaði ekkert að skrifa þetta hérna, en fyrst það er komið, þá hlýtur það að eiga að fara. Kannski hjálpar þetta mér eitthvað. Veit að þetta lítur út fyir að ég sé að sækjast eftir einhverjum huggunarorðum og svoleiðis, en ég held að það sé ekki málið. Held ég hafi bara þurft að losa mig við þetta. Ég er ekkert illa haldin og þunglynd eða neitt yfir þessu. Ég veit bara að þetta er krefjandi verkefni sem okkur var falið og ég ætla að reyna mitt besta til að hjálpa drengjunum mínum og reyna að auðvelda þeim lífið.

Jæja dúllurnar mínar, farið nú vel með ykkur og gangi ykkur vel í því sem þið eruð að gera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María

Nákvæmlega. Nú verð ég bara að biðja þennan í efra að finna lausnina á þessu, þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað gerist eftir 11 ár eða þaðan af lengra. Skiptir mestu að vera með þeim í dag og njóta þess.

María, 22.5.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Helga Dóra

Elsku kella, leitt að heyra..... Tækninni fleygjir fram og það verður fundin lausn á þessu áður en við vitum af......

Takk fyrir frábæra partýið og allt það... Þyrfti að fá leiðbeiningu hjá þér hvernig ég bý til svona myndavesen til að getað deilt mínum myndum með ykkur..... 

Helga Dóra, 22.5.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Sykurmolinn

Mikið eru drengirnir þínir heppnir að eiga svona yndislega mömmu (og pottþétt pabba líka).  Skil þig vel með þessar pælingar.  Gangi ykkur rosalega vel

Sykurmolinn, 23.5.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Þetta eru heppnustu strákar í heimi, þeir eiga svo brilljant mömmu. Knús knús knús

Kristborg Ingibergsdóttir, 23.5.2008 kl. 19:47

5 Smámynd: Brussan

Gangi ykkur allt í haginn..það er svo gott að við lifum á tækniöld sem tekur sífeldum breytingum.

Takk fyrir síðast... knús 

Brussan, 23.5.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband