Ítalía bíður

Hæ hæ,

ég er að fara til Ítalíu ef það er einhver sem vissi það ekki Grin og ég ætla að vera þar í 19 dagaGrin. Núna er aðalvandamálið mitt að ákveða hvað ég ætla að gera og hvað ég á að taka með og hvað ég á að baka áður en ég fer og svoleiðis. Nokkuð viss um að ég baka nokkrar kímkökur og svo að sjálfsögðu fetaostbrauð. 

Ég held að ástæðan fyrir því að ég er svona dofin núna sé sú að brósinn minn sendi mér SMS frá Köben í gær og tilkynnti mér að hann væri farangurslaus, tölvulaus, hefði misst af fluginu til Berlínar og allt í volli. Einhver hefur náð í lykilinn af skápnum sem hann geymdi töskuna sína í á lestarstöðinni í Köben og bara hirt allt draslið. Við ætluðum að geyma dótið okkar í London á föstudaginn í nokkra klukkutíma og ég er núna að velta því fyrir mér hvort við eigum að gera það, eða hvað við eigum að gera. Maður þarf að passa sig rosalega vel að vera ekki með nein verðmæti með sér og bara úffffff. Jæja, það þýðir ekkert að sitja hér og velta sér upp úr þessu. Það bakast ekki neitt á meðan. Er farin að baka og ég brjálast ef einhver þjófur dirfist að stela matnum mínum Devil.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Góða ferð elsku vina og ömurlega leiðinlegt að bróðir þinn hafi lent í þessu :-( 
Hlakka til að fara að baka :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 9.7.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband