Færsluflokkur: Bloggar
Ligg núna hérna heima og vorkenni mér alveg svakalega, ætti að vera á Hvammstanga á fundum þar, en nei, ég varð bara að liggja hérna heima og gera ekki neitt nema þjást.
Vaknaði kl. 4 í nótt og fann að ég var orðin virkilega slöpp, mældi mig, var með 38,9, lá þá og velti því fyrir mér hvernig ég gæti keyrt á Hvammstanga með svona mikinn hita, var að spá í að reyna að finna einhvern til að keyra mig, en ég sá að það myndi ekki virka. Fór skrilllllllljón sinnum með æðruleysisbænina, sofnaði í 40 mín. Mældi mig aftur, var komin í 38,5, hélt að ég gæti þá kannski verið búin að losna við hitann kl. 8 í morgun :D - ég veit ég er mjög bjartsýn. Fór aftur nokkrum sinnum með æðrulseysisbænina. Hugsaði mikið um aumingjans fólkið sem getur náttúrulega alls ekki lifað án mín á Hvammstanga - je ræt. Allavega, í morgun þegar við vöknuðum svo öll, þá var ég aftur komin með 38,8, þannig að ég var ekket á leið úr rúminu, nema til að borða :D Hringdi í vinnuna, bað þær að láta fólkið vita að ég kæmi ekki og afpanta bílinn. Reddaði svo leiðara fyrir kvöldið og ritara og get núna legið og hugsað um að láta mér batna, því á morgun þarf ég að vera orðin góð. Á nefninlega að vera með námskeið á morgun og hinn og vil helst ekki fresta því, þar sem við höfum þurft að fresta því áður.
Verð að hvíla mig núna, en þarf að segja ykkur frá fermingarveislunni sem ég var að aðstoða í í gær. Sá þá ýmislegt sérkennilegt.
Knús
Bloggar | 14.4.2008 | 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 12.4.2008 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vá þetta var geggjaður dagur í fráhaldi, kemst ekki yfir það að það sé hægt að fara í afmæli og heimsóknir án þess að fá sér sykur og hveiti og allt það sem veldur mér fíkn.
Ég fór sem sagt með fjölskyldunni minni í afmæli hjá litla frænda mínum sem verður 20 ára á morgun. Mér finnst það svolítið sérstakt því ég passaði hann þegar hann var lítill. Ég er samt ekkert orðin svo gömul . En allavega í afmælinu var ég að bera kolvetni í börnin mín og svo hafði ég fuulllllt af tíma til að spjalla við fólk sem ég hefði annars aldrei spjallað við. Fékk ótrúleg viðbrögð frá sumum þarna, sem hafa ekki séð mig í ár. Fékk að heyra að ég væri svo falleg, ekki það að ég hafi nú alltaf verið falleg en vá, þetta er alveg ótrúlegt. Er sem betur fer orðin það þroskuð að ég tek þessu sem hóli, en ekki eitthvað annað, eins og ég gerði fyrir ári síðan, því þá var ég alltaf að hugsa "já þér fannst ég sem sagt feit og ljót - aha ég skil"
. Það er svo frábært að geta hugsað bara að fólk er bara að hrósa manni og það vill styrkja mann í því sem maður er að gera. Þetta er geggjað.
Fórum síðan til tengdó, sem við gerum alllllllllt of sjaldan og áttum þar yndislegan dag. Þau eru með yndislegan pall og við sátum þar úti alveg til 5 og strákarnir léku sér í hverfinu. Ég skrapp í Maður lifandi og reddaði mér hveitikími og sojamjöli og fékk mér hádegismatinn minn hjá þeim, svo við þyrftum ekki að drífa okkur heim. Ég eldaði hveitikím á pönnu hjá þeim og vigtaði og borðaði matinn minn fyrir framan systur tengdamömmu og manninn hennar sem ég þekki eiginlega ekki neitt. Ég var náttúrulega spurð spjörunum úr um þetta og ég var bara stolt og sagði frá þessu öllu. Mér leið bara svo hrikalega vel í dag og þetta var bara æðislegur dagur. En svo var einn plús í viðbót. Í Maður lifandi hitti ég gamla bekkjarsystur mína, og ég heilsaði henni að fyrra bragði (sem ég hefði aldrei gert fyrir ári) - talaði fullt við hana, komst að því að hún á heima í sömu blokk og tengdó og þegar ég kom aftur til tengdó vildi dóttir hennar fara út að leika við strákana mína. Ég talaði þess vegna meira við hana og ég er svo ánægð með það. Var ekkert að reyna að flýja eins og ég gerði alltaf.
Þegar við komum svo hérna heim borðaði ég KFC (- ala María) barasta varð að prófa það og það virkaði. Ótrúlega gott - skrýtið, því ég var ekkert mjög hrifin af KFC. Meira að segja karlinn talaði um að það væri geggjað. Ég mun sjálfsagt ekki léttast mikið þennan mánuð ;D En mér er alveg sama því ég er komin svo nálægt kjörþyngdinni og er hætt að þráhyggjast út í þyngdina. Er mjög sátt við það hvernig ég lít út.
FRELSI - geggjað.
Farið rosalega vel með ykkur.
Bloggar | 12.4.2008 | 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 9.4.2008 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hellú, ég ætlaði bara að láta ykkur vita af því að Icelandair hefur ákveðið að greiða töskuna og það sem úr henni týndist án þess að mótmæla því á nokkurn hátt og ég er þeim ótrúlega þakklát. Ég eiginlega trúði ekki póstinum frá þeim þar sem þeir báðu bara um reikningsnúmerið mitt og ekkert múður.
En núna er ég að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera í sambandi við hleðslutækið fyrir myndavélina. Á ég að panta hleðslutæki að utan og borga 10.000 kr fyrir það, eða á ég að kaupa mér nýja myndavél. Myndavélin er 3 ára gömul 4 megapixla og ég verð að viðurkenna að mig langar svolítið mikið í nýja sem tekur allavega 7 megapixla. Hvað á ég að gera???
Er annars búin að eiga klikkaðan dag, sem samt gekk upp og það er ótrúlegt. Brjálað að gera í vinnunni, rétt komst heim til að borða matinn minn áður en ég fór með þann yngri á íþróttaæfingu og skildi hann síðan eftir þar til að fara með þann eldri á fótboltaæfingu sem ég skildi eftir þar til að ná í þann yngri af íþróttaæfingu og keyrði hann heim til afa og fór svo að ná í þann eldri og vin hans og keyrði þá heim til vinarins. Kom svo heim og þá var komin vinkona til þess yngri sem var fínt, því ég þurfti að undirbúa saumó, sem ég byrjaði sem sagt að undirbúa kl. 6 og hann var kl. 8, en það gekk upp. Það kom einn annar vinur til þess yngri og ég sinnti þeim ekki neitt. Stóð upp á endann í eldhúsinu að búa til kolvetni fyrir vinkonur mínar sem eru ekki matarfíklar, því það er fullt eftir og samt lagði ég mig mikið fram við að vera ekki með mikið af veitingum. En alltaf tekst mér að hafa ALLLLLLT of mikið af veitingum. Var líka með kolvetni úr pokum, sem eru svolítið að bögga mig núna. Skellti þeim bara upp í skáp og vona að kallinn klári þau fljótt og vel og ætla að biðja hann um að ganga frá öllum hinum afgöngunum. Treysti mér ekki í það. Svona er ég nú lasin.
Talandi um það, held að yngri strákurinn sé að verða veikur, hann er búinn að vera að hósta dálítið núna í kvöld. Vona að það verði ekkert úr því. Hvernig stendur á því að þegar ég ætla ekki að skrifa neitt, þá verða það alltaf einhverjar helljarinnar færslur sem enginn nennir að lesa. Jæja, ætla að fara að sofa. Góðar stundir.
Bloggar | 8.4.2008 | 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hæ hæ,
vildi bara láta ykkur vita af því að ég væri feitabolla og mér finnst það frekar hallærislegt. Ég var nefninlega einu sinni alvörunni feitabolla. Í dag er ég ekki alvörunni feitabolla, heldur svona þykjustunni feitabolla og þetta veit ég bara af því að ég er komin niður í stærðir sem ég hélt að væri ekki hægt að vera í, hélt að það væru bara anorexíusjúklingar og svoleiðis í þessum stærðum. Ég man eftir því að hafa verið í stærð 54 að ofan, en núna er ég í stærð 40. Þetta er barasta ótrúlegt. Og ég voga mér að finnast ég feit í dag, þegar ég er í buxum nr. 38 - er þetta ekki hallærislegt. Ég er klárlega með veikan haus. En allavega, þegar svona kerlingar (eins og ég er núna) voru að tala um það að þær væru feitar, þá langaði mig oft til að sækja um byssuleyfi ;D, en sem betur fer gerði ég það ekki, því þá væri ég örugglega í ofáti inni í fangelsi, þar sem eru örugglega kaffitímar með meiru. Og það sem ég sé núna er að þær voru og eru bara veikar, alveg eins og ég er. Því miður, en ég er samt í bata, því ég get séð að ég er biluð í hausnum og ég vigta mínar máltíðir 3 sinnum á dag og borða þær, þrátt fyrir allt sem gerist í lífinu mínu. Hvort sem ég er feit eða mjó, þá þarf ég bara að vigta mínar máltíðir og lífið gengur upp.
Og eitt annað sem ég verð að fá að minnast á, ég er komin með mikinn athyglisbrest. Veit ekki hvort það fylgir fráhaldinu eða hvað það er, ég gleymdi einu stk afmæli um helgina. Það gerðist ekki hérna áður fyrr. Það sem mér finnst leiðinlegast við það er að þar voru margir af mínum bestu vinum og mig langaði virkilega að hitta þá. Þetta var 5 ára afmæli hjá skvísu sem er að flytja með fjölskyldunni sinni til Ástralíu í 4 mánuði og mér finnst það svakalega skrýtið og mig langaði svo að vera með þeim. En sem betur fer hitti ég mömmu hennar í saumó hjá mér annað kvöld og svo fer ég bara og knúsa þau rétt áður en þau fara.
Jæja ætla að tilkynna matinn og svo í bað. Eigið góðar stundir.
Bloggar | 7.4.2008 | 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja, þá er fyrsta fótboltaæfingin búin og strákurinn alveg staðráðinn í að vera í þessu áfram. Hann stóð að mínu mati aðeins of oft með hendur í vösum, en var ótrúlega flottur, set kannski myndir af snillingnum síðar. Æfingin var í einn og hálfan tíma og við áttum von á því að hann yrði gjörsamlega búinn á því þegar hann kæmi heim, en ónei, hann er úti að hjóla núna. Það er bara geggjað.
Ég er búin að vera með geðveikan hausverk í dag, lagði mig í rúman klukkutíma og lagaðist ekki neitt. En er að velta því fyrir mér hvort þetta séu fráhvarfseinkenni því ég er ekki búin að fá mér Pepsi Max í 2 daga. Það kemur í ljós, ætla að prófa að fá mér PM núna á eftir þar sem það er búið að bjóða mér í leikhús í kvöld og ég get eiginlega ekki verið með svona hausverk þá. Vona eiginlega að þetta séu fráhvarfseinkenni, þannig að þetta lagist þá við að fá sér PM, en finnst það samt hræðilegt ef þetta eru fráhvarfseinkenni - því þá er ég orðin illa haldin.
Jæja er hætt í bili, ætla að fá mér PM.
Bloggar | 6.4.2008 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hæ, hæ
hvað segið þið nú gott? Er svona að spá í að fara að koma mér í rúmið, en ákvað að skella inn smá færslu hérna. Þó ég hafi nú ekki frá miklu að segja. Dagurinn í dag er búinn að vera mjög fínn, svona frá því kl. 5 í morgun. Kallinn veiktist nefninlega heiftarlega í nótt, aftur og ég var hér hlaupandi fram og til baka í svona hálftíma að reyna að lina þjáningar hans, en mér tókst það ekki. Líkaminn hans sá bara um það sjálfur, en mér fannst ég samt verða að gera eitthvað - gat ekki bara legið uppi í rúmi og horft á hann engjast. En allavega hann er orðinn nokkuð góður núna.
Nú vinnan gekk ágætlega, ég var í fyrsta skipti í langan tíma bara við skrifborðið mitt í dag og mér tókst einhvernveginn ekki að klára neitt, því ég var alltaf að fá einhverja tölvupósta og símtöl sem þurfti að vinna strax í, þannig að ég sit bara uppi með fleiri verkefni sem þarf að vinna núna. En einhvernveginn hlýt ég að ná að klúðra mig fram úr þeim. Núna er síðasta vikan hjá nemanum mínum að renna upp og ég verð að viðurkenna það að mér finnst ég ekki hafa staðið mig nógu vel gagnvart henni. Hefði viljað gera meira með henni og sýna henni meira, en það er ekki hægt að gera allt. Núna er ég mest að velta því fyrir mér (ekki af því að ég sé stjórnsöm - nei nei) hvar ég geti komið henni í vinnu þannig að ég hitti hana örugglega í framtíðinni og að hún verði að vinna á mínum vettvangi. Ha ég eigingjörn, nei það er ekki ég.
Þegar ég kom heim kúrði ég aðeins hjá kallinum uppi í rúmi og sofnaði sem var yndislegt, fór svo og náði í þá. Fór síðan með stóra strákinn minn á fótboltaæfingu hjá vini hans og hann er búinn að taka ákvörðun um að nú vilji hann byrja að æfa fótbolta, sem er bara yndislegt, en ég hef miklar áhyggjur af honum því hann er bara með ca 40% sjón ef hægt er að segja svoleiðis - og á örugglega ekki eftir að geta fylgt boltanum eins vel eftir og aðrir, og hugsanlega nær hann ekki sendingum sem beint er til hans og svona, en núna er ég farin að búa mér til áhyggjur sem ég ætla ekki að gera. Ég ætla að fara að finna skó handa honum á morgun fyrir inniþjálfunina og svo þarf ég að spá í útiskóm líka, en ég ímynda mér að það verði dýrt að kaupa þetta allt, þannig að ég ætla að byrja á innanhússskóm og skoða svo restina þegar ég sé hvort hann helst í þessu - ef einhver ykkar hefur reynslu af þessu, þá þigg ég öll góð ráð.
En það sem þessi færsla átti nú eiginlega að vera um var það að hjá okkur í nótt eru 2 aukadrengir og ég er svo glöð að geta veitt drengjunum mínum það að hafa vini sína hjá sér og þetta gangi allt saman vel. Ég hef ekki pirrast eina sekúndu yfir þeim, þó þeir hafi verið hlaupandi hérna og með þvílíkan hávaða, þeir gætu ekki sofnað af því hinir voru með svo mikil læti og þeir lágu og hvísluðust á í smá tíma. Ég sat bara og naut þess og hugsaði til þess tíma þegar ég fékk að gista hjá vinkonum mínum. Ég er bara svo heppin að strákarnir mínir eiga vini sem vilja vera hjá þeim og vinum þeirra líður nógu vel hjá okkur að þeir treysta sér í að sofa hérna þó þeir séu svona ungir. Er þetta ekki ótrúlegt.
Jæja dúllurnar mínar, eigið góða helgi.
Bloggar | 4.4.2008 | 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er svo frábært þegar það er svona gott veður og strákarnir mínir fara bara beint út að leika sér eftir skólann. Núna er einn vinur í heimsókn og þeir eru allir 3 úti að leika sér, held þeir séu að smíða á borðið sem er út - þeir eru að "laga það" hí hí hí. Því er ekki viðbjargandi en þeir mega reyna það. Ég er eitthvað hálf slöpp núna, langar mest til að leggja mig bara, er með verki og eitthvað vesen, en það hlýtur að líða hjá. Ég kemst á fundi í kvöld niðri í Gula húsi í annað skiptið á þessu ári síðan ég kynntist GSA, þannig að ég verð að fara og svo var ég beðin um að leiða, sem er ótrúlegur heiður náttúrulega og ég barasta verð að fara.
Jæja verð að fara, verið að kalla á mig.
Bloggar | 3.4.2008 | 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svona söng litli kúturinn fyrir foreldra sína í fyrradag.
Bloggar | 2.4.2008 | 15:54 (breytt kl. 15:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar