Færsluflokkur: Bloggar

Yndislegur "frídagur"

Já ég skellti mér í ræktina kl. 6 í morgun, kom svo heim og kláraði að gera strákana tilbúna fyrir skólann. Rölti svo með þeim í skólann og viðraði hundinn í leiðinni, kom heim, lét renna í bað, bjó mér til pönnsur með jarðaberjum. Fór í baðið, skellti á mig brúnkukremi sem misheppnaðist algjörlega, gleymdi nefninlega að skrúbba á mér andlitið áður. Fór svo aðeins í skólann til stráksins með dót sem hann gleymdi. Kíkti síðan á Habbý í vinnuna og fékk aðeins að knúsa hana ;D fór svo til mágkonu  minnar í vinnuna og knúsaði hana líka. Fór svo í G-star búðina og gá hvort ég passaði í eitthvað þar fann stuttbuxur sem mig langaði rosalega mikið í því þær náðu alveg upp undir brjóst og ég sá fyrir mér að þær gætu haldið maganum á mér í skefjum, en ónei, þær að sjálfsögðu náðu ekki yfir allt skinnið á maganum. Fór svo í Lífstykkjabúðina og gá hvort ég fyndi sundbol á mig og takið eftir takið eftir ég fann bikiní, sem ég passaði í og felur alla skurði og ör eftir skurðina sem ég er með en að vísu nær það ekki að taka öll fituörin, en ég verð líklegast að taka afleiðingunum af því hvernig ég fór með líkamann minn og bara vera stolt af því að vera ekki með fituna til að fylla út í skinnið.

Eftir þetta allt saman skellti ég mér aðeins til yndislegustu ömmu í heimi. Hún var að fara að spila Bridge með ellismellunum og það var svo gaman að vera hjá henni þegar hún var að taka sig til, málaði aðeins á henni augabrúnirnar og augnhárin og svo klæddi hún sig í gelluföt. Hún var örugglega langflottust af kellunum þarna. Þessi kona er bara frábær og ef ég þyrfti að vera einhver annar en ég er, þá myndi ég velja að vera hún.

Fór svo í vinnuna og talaði ásamt öðrum kollegum við 27 nema í rúman klukkutíma og kom svo hingað heim að borða matinn minn og aðeins að kúra mig áður en ég sæki strákana mína og kem þeim eldri í fótboltann og reyni að finna verkefni fyrir þann yngri á meðan. 


Spurning dagsins

Jæja hvað haldið þið, fór ég í ræktina, eða fór ég ekki í ræktina???

Helga Dóra, þessi draugalega rödd hún er alltaf í höfðinu á mér og mig langar einmitt ekkert í stinnari rass og sléttan maga LoL

Ella Sigga, ég fékk ekki alveg að liggja óáreitt, en þú veist þar sem foreldrar mínir og bróðir eru farin að lesa bloggið kunni ég ekki við að tjá mig meira um það, þú skilur.Cool

Habbý að sjálfsögðu máttu koma með mér í ræktina, ég myndi fíla það í tætlur ef einhver nennti að koma með mér, þá væri þetta nú fyrst eitthvað eftirsóknarvert. Ég hef sem sagt verið áskrifandi að Hreyfingu síðustu árin :D Endilega láttu mig vita ef þú nennir og getur, ég held ég geti komið með vin eða eitthvað svoleiðis í prufu. Nú og í sambandi við myndina af brósa, þá læt ég það í hans hendur að velja það. Svo kannski bara held ég afmælispartý í sumar eða eitthvað, þar sem allir geta hist Tounge

 


Sumarið byrjar vel

Já þessi dagur byrjaði sko aldeilis vel. Við gátum sofið út - að vísu vaknaði ég við blaðberann, en ég sofnaði sko aftur. Geggjað að geta legið alveg óáreittur uppi í rúmi til kl. 11 og það eina sem ég þurfti að gera þegar ég kom fram úr var að elda pönnsuna mína og hita jarðaberin mín.  mmmm svo gott.

Karlinn fór út í bakarí á meðan ég eldaði pönnsuna. Við borðuðum svo morgunmatinn okkar í algjörum rólegheitum, lásum öll blöðin (hef örugglega aldrei gert það áður). Ákváðum að fara að kíkja á sumargjafir handa drengjunum. Keyptum þær fórum og náðum í þá, gáfum þeim gjafirnar. Fórum á hverfissumarhátíðina. Sáum feik íþróttaálf, Grease atriði, töfrakarl, Mercedes club (eða hvað þau nú heita) og fullt af krökkum duttu í tjörnina í þrautabrautinni sem skátarnir gerðu. Rosa stuð. Komum heim og fengum okkur kaffitíma. Strákarnir fóru svo út að leika með sumargjafirnar sínar og fengu vini sína í heimsókn. Plataði bróður minn til að kaupa í matinn handa okkur og við grilluðum geggjað gott nautakjöt og fullt af paprikum og lauk. Brósinn minn er nefninlega algjör snillingur að elda, hann gerir það bara allt of sjaldan :D Takk fyrir matinn. 

Komst svo að því að hann er búinn að vera að lesa bloggið mitt, roðnaði upp í hársræturBlush og niður í tær. Hann skammaði mig fyrir að hafa sagt að hann væri falleg sál, því það þýddi að hann væri ljótur. Spurði hann að því hvort ég ætti frekar að segja að hann væri svo sætur eða fallegur (þýðir það þá að hann er hundleiðinlegur og illa innrættur). Allavega ég á bara besta flottasta bróður í heimi, hver má túlka það eins og hann vill, en ég veit hvað ég meina og vonandi hann líka.

Nú er ég búin að gera smá vorhreingerningu framan í mér og búin að lakka neglurnar og ætla að far að koma mér í rúmið - því ég ætla að gá hvort ég komist á fætur kl. 6 í fyrramálið og prófa að fara í ræktina á þessum tíma. Myndi ótrúlega mikið vilja að það væri minn tími og að ég gæti gert það þrisvar í viku. Ætla bara að gá í fyrramálið.  Er næstum því að spá í að stroka þetta út svo enginn fari að ætlast til þess að ég fari að stunda ræktina og segja að ég sé lúser þegar ég geri það ekki, en kannski verður þetta bara hvatning fyrir mig. Jæja, látum það bara vaða. Góða nótt


Gleðilegt sumar

Ætla bara aðeins að monta mig, ég er ein heima með karlinum (og hundinum) í fyrsta skipti í mjög langan tíma og við höfum ekki verið í þessari stöðu síðan eldri drengurinn okkar fæddist, þ.e. að vera ein heima um nótt án þess að vera að fara að gera eitthvað sérstakt.  Núna ætla ég að hætta í tölvunni, varð bara að setja þetta inn, svo ég muni eftir því hvað ég er heppin þegar ég les þetta yfir síðar.

Gleðilegt sumar HeartKissingHeart


Geggjaður fundur

Var á GSA fundi í kvöld og horfði yfir hópinn og fann fyrir svo miklu þakklæti. Ég er svo heppin að GSA sé til, og ég er svo heppin að ég kynntist GSA ákkúrat á þeim tíma sem ég virtist vera tilbúin að gera eitthvað í mínum ofþyngdarmálum. Ég er svo þakklát fyrir þessi samtök. Þau björguðu mér frá því að drepa mig úr ofáti. Þau hafa bjargað geðheilsu minni og fjölskyldunnar minnar. Þó ég hafi sko engan veginn verið tilbúin að viðurkenna það að það væri nokkuð að geðheilsunni minni áður en ég byrjaði í GSA. Ég var svo ótrúlega heilbrigð, vildi öllum svo hrikalega vel og var ljúfa og góða stelpan (en samt algjörlega á mínum forsendum og það var örugglega einhver matartengd ástæða fyrir því að ég var góða stelpan). T.d. ef vinir mínir áttu bágt, þá var ég alltaf mætt á svæðið - að sjálfsögðu með kolvetni, til að redda málunum og hneykslast með viðkomandi, eða syrgja, eða gleðjast eða bara hvaða tilefni sem er.  Ég var alltaf tilbúin að  vera "á staðnum" ef það voru kolvetni í tengingu við það. 
Skrýtið að sjá þetta svona eftirá. Svo hef ég verið að segja fólki frá því að ég er að vinna 12 sporin og það trúir því nú enginn að ég hafi gert nokkurt á hlut annarra, sem ég þurfi að bæta. "Þú, María, nei ég trúi því ekki að þú þurfir að vinna svona 12 spor". Það er nú bara samt svo ótrúlegt að hún ljúfa María, hefur sagt ýmislegt sem hefði betur verið ósagt og hún hefur setið með þetta inni í sér og borðað yfir þær tilfinningar sem það hefur kallað fram - til að þurfa ekki að takast á við þær. En nú stendur það allt til bóta og ég á eftir að vinna nokkur 9 spor og mér finnst það bara æðislegt.

Í dag fékk ég pakka. Það var ótrúlega skemmtilegt. Þegar ég mætti í vinnuna þá beið mín pakki meðpELIZARDEN1-3382665dt  þessu kremi og ég varð svo hrikalega glöð með það. Og svo voru 2 baðkúlur og prufur með. Ótrúlega skemmtilegt að fá svona fínan pakka. Og þetta fékk ég fyrir að aðstoða í fermingarveislunni. Ég sem tók fullt af afgöngum handa strákunum mínum og fannst ég sko vera búin að fá vel borgað fyrir það sem ég hafði gert. Varð eiginlega hálf orðlaus.

Kom svo heim með þennan pakka og sagði karlinum að ég hefði fengið þetta frá leynilegum aðdáanda  og hann varð eiginlega bara pirraður þessi elska "frá hverjum fékkstu þetta????" Nú frá honum xxxx (nafnið á fermingarbarninu) hann varð ekkert ánægðari. Ég útskýrði þá frá hverjum þetta væri og þá var þetta ekkert merkilegt lengur. Ekki það að hann var ekkert pirraður - ég var bara að búa til smá krydd í söguna ;D

Smá gullkorn frá eldri stráknum hérna í lokin. Pabbi spurði hann af hverju hann væri svona duglegur að hlýðaHalo í skólanum en ætti erfiðara með það hérna heima. Því var auðsvarað "það er enginn skólastjóri hérna heima" LoL


þreytt

Hellú, núna er yndislegur dagur að kveldi kominn, mér tókst að vera í fráhaldi í dag og ég er búin að senda matinn fyrir morgundaginn þannig að ég verð líklegast í fráhaldi á morgun, og ég kemst líklegast á fund annað kvöld.  Hlakka mikið til. 

Kallinn er að vísu ennþá veikur, vonandi verður hann orðinn hress á morgun, það er svo leiðinlegt að vera svona. Við mæðginin fórum í Heiðimörkina í dag að hitta fótboltagaurana og þeir feng pylsur og svala - svaka stuð. Fórum svo í Veröldina okkar að hitta mömmuklúbbinn og buðum þeim svo hingað heim af því að sú sem ætlaði að bjóða heim var veik. Fannst svo gott að hitta þær og leyfa krökkunum að hittast. Hafði miklar áhyggjur af því að vera að bjóða þeim heim, þar sem heimilið er svo skítugt að það hefðu allir getað fest við gólfið hérna, en það komust allir inn og út aftur, þannig að þetta var í lagi. Ég hreinlega elska að geta fengið fólk í heimsókn - þrátt fyrir að eiga skítugt heimili, fullt af hundahárum og dóti út um allt.

Eftir að þær voru farnar fór ég í Hagkaup í leit að Butternut - og fann það Grin. Ótrúlega heppin.  Græddi líka annað á þessari ferð, þ.e. hitti mágkonu mína og kærustuna hennar og það var svo gott. Finnst ég hitta þær allt of sjaldan. Langar helst til að hafa þær barasta alltaf hjá mér þykir svo óstjórnlega vænt um þær. Reyndi að bjóða þeim í mat - tókst ekki, en græddi knús frá þeim og sæt skilaboð á bílnum mínum :D  

Eftir matinn bauð ég strákunum að koma með mér í smá göngutúr - fór bara frá öllu á borðinu eins og það var og við fórum út. Vildi aðeins komast út í góða veðrið og gá hvort ég gæti ekki ýtt undir að litli guttinn gæti hjólað á tvíhjólinu og viti menn, hann hjólaði alveg helling sjálfur. Komum síðan inn, þeir háttuðu sig og ég bauðst til að lesa fyrir þá í mínu rúmi, sofnaði með þeim og vaknaði fyrir klukkutíma. Fór þá að taka til í eldhúsinu og svo á bloggrúnt. Núna ætla ég að taka til það sem þarf í leikskólann á morgun og fara svo aftur að sofa. Góða nótt


Batnað

Takk fyrir góðu kveðjurnar og straumana sem ég fékk frá ykkur.  Vá hvað það er gott að vera ekki slappur. Er eiginlega að ég held orðin nokkuð hress bara. Vaknaði allavega í morgun fór fram með strákunum. Er búin að fá mér pönnsu og jarðaber (sem er svo gott - nammi namm) Er búin að taka til í eldhúsinu sem var eins og eftir kjarnorkusprengju, búin að taka af rúminu okkar og þvo það sem var á því, búin að setja í aðra þvottavél. Búin að prjóna smá af afmælisgjöfinni fyrir mág minn. Þyrfti að fara að taka úr þvottavélinni núna og setja í aðra, en ætla aðeins að slappa af svo ég verði nú ekki aftur veik, nenni því sko allllllls ekki. Þarf svo að fara að hafa til hádegismatinn minn.

Dásamlegt að hafa heilsuna. Núna vil ég bara meiri heilsu - þannig að ég geti farið með stóra stráknum mínum og fótboltanum hans í Heiðmörk á morgun og svo farið að hitta mömmuklúbbinn minn í Veröldinni okkar og svo í kaffi á eftir.  Ég ætla að reyna að vera mjög stillt í dag til að þetta takist. Vonandi eigið þið góða helgi.


Inflúensa

Ég er komin með inflúensu og kallinn minn líka.  Fórum til læknis í kvöld og kallinn fékk fuglaflensulyf af því að hann er á fyrsta sólarhringnum, en þar sem ég er búin að vera svona í 5 daga þá er ekkert hægt að gera fyrir mig. Dásamlegt. Hann verður þá vonandi ekki jafn veikur og ég. Núna sit ég hérna með lyfjakokteil í höndunum fyrir nóttina, svo ég sofi nú vel, meika ekki eina nótt í viðbót hálfvakandi hóstandi og eitthvað svoleiðis.

Vá hvað ég er skemmtileg eitthvað. Heyrumst bara seinna.

Knús

María 


Veik, veik og aftur veik

Jæja, ætli mér hafi ekki tekist að Secreta okkur hjónin veik núna.  Ég er sem sagt ennþá veik og er eiginlega bara drulluveik núna. Er búin að vera óþekk stelpa, fór á þriðjudaginn og var með námskeiðið, en fór heim í hádeginu og gerði ekki meira þann dag, en í gær vaknaði ég hitalaus og var með námskeið um morguninn fór heim í hádeginu - var ennþá hitalaus og fór þá á tvo fundi eftir hádegi.  Seinni fundurinn var algjör viðbjóður (sko líðanin mín) og ég hafði hann bara mjöööööög stuttan og dreif mig heim, fékk pabba til að hjálpa mér að sækja strákana. Er svo ótrúlega heppin með þennan pabba sem er alltaf tilbúinn að stökkva til þegar dóttirin þarf á að halda.  Í morgun tjáði elskulegi yndislegi eiginmaðurinn mér að hann væri kominn með yfir 38 stiga hita.  Ég mældi mig, var rétt undir 38 gráðum.  Megaátak þurfti til að koma drengjunum af stað í leikskóla og skóla, en það tókst og síðan lá ég bara og gat ekki gert neitt.  Hringdi í vinnuna og lét vita af því að ég kæmi bara ekki neitt.  2 tímum seinna hringdi yfirmaðurinn minn og hafði miklar áhyggjur af mér - ótrúlega sætt af honum.  Hann var búinn að vera svona veikur í vikunni og skipaði mér að fara á læknavaktina, sem ég ætla að gera í kvöld.  Núna er eldri strákurinn í afmæli og hinn hjá vinkonu sinni - við erum svo heppin í óheppninni.  Ætla að fara og gá hvort mútta geti sótt þá á eftir.  Skrifa meira síðar.

Fermingarveislan

Verð að skrifa aðeins um upplifun mína frá því í gær í fermingarveislunni.  Þetta var svona hádegisverður og kaffi á eftir með kökum og tilheyrandi. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að aðstoða í þessari fermingarveislu og það var ágætis "próf" fyrir mig.  En allavega, ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að missa mig í matinn sem var í boði, en eftirréttirnir voru eitthvað sem ég var meira en lítið til í að missa mig í.  Bað hina sem var að aðstoða um að sjá um að setja konfektið í skálar og svoleiðis, treysti mér ekki í það, en svo í hita leiksins þegar allt kláraðist inni og það þurfti að bæta á, þá gerði ég það, án þess að finna þörf hjá mér til að stinga upp í mig.  Ég er svo þakklát fyrir það.Joyful

En það sem mig langaði til að segja ykkur frá er að það er til fólk sem skilur eftir alveg HELLING af kolvetnum á diskunum sínum.  Ég barasta trúði því ekki að þetta fólk kláraði ekki kökurnar sínar og skildi jafnvel nammið eftir sem það hafði tekið með sér á borðið. Hvernig er þetta hægt???? AngryÞetta virtist vera fjölskyldutengt, sum borðin voru með diskana alveg vel sleikta og bara bréfin af namminu eftir, en á öðrum borðum voru allir diskarnir með afgöngum.  Hin sem var að aðstoða er mjög vön að aðstoða í veislum og hún átti ekki til orð yfir því hvað fólk nýtti bæði matinn og eftirréttinn illa.  Ég var nú svolítið glöð að ég var ekki ein um að hugsa svoleiðis.
 En það er svolítið skrýtið að sjá að það er til fólk sem er ekki eins og ég. Ég er kannski búin að umgangast of mikið af ofætum um ævina Grin

Jæja verð að fara að tilkynna matinn minn og fara að sofa, svo ég geti náð þessum viðbjóði úr mér fyrir námskeiðið á morgun. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband