Já ég er að sjá það að ég er alveg rosalega biluð. Var að lesa um átraskanir inni á femin, þar var stúlka að skrifa söguna sína með bulimiu og minn veiki haus hugsaði - "af hverju geri ég þetta ekki bara", þe. ofborða kolvetni og æli. En sem betur fer fór það ekkert lengra en það, því ég hugsaði strax á eftir - "og missa allt sem ég hef í dag í fráhaldinu. UUUUU nei takk". Skrítið hvað þessi haus er klikkaður. Er svo heppin að hafa fundið lausnina fyrir mig. Bara gleði og meiri gleði.
Er komin í sumarfrí, finnst það bara dálítið mikið skrítið, það er í rauninni bara ekki orðið raunverulegt fyrir mér. Í gær var ég alveg á fullu frá því að ég kom úr vinnunni og til kl. 1 um nóttina að gera hitt og þetta. Í dag erum við fjölskyldan búin að eiga alveg yndislega rólegan dag. Er eiginlega alveg gáttuð á þessu. Það eru greinilega allir úti á landi, það hefur enginn hringt nema sponsía og brósi í mig. Fannst svo mikil ró og kyrrð í garðinum. Fórum í heimsókn til ömmu húsbóndans og það var bara yndislegt. Ég held ég hafi ekki hitt hana í hálft ár og ég skammast mín rosalega fyrir það, því mig langar að vera í meira sambandi við hana, en svo þegar það er farið að líða of langt á milli, þá er ég farin að skammast mín svo mikið að ég bara sleppi því að fara, frekar en að kíkja á hana í smá stund. Skil ekkert í mér. Þarf að bæta mig mikið í þessu.
Núna er 6 dagar í brottför og fjölskyldan að fara á límingunum yfir því. Við hlökkum öll alveg hrikalega mikið til að komast í frí. Við höfum aldrei verið öll saman í 3 vikur samfleytt áður - þannig að þetta verður skemmtileg reynsla :) - vonandi. Erum sem sagt að fara til Ítalíu með fjölskyldunni minni í 1 viku og svo að fara að heimsækja tengdamömmu sem á heima á Ítalíu í ca 10 daga. Finnst ekki ólíklegt að það verði eitthvað um samskipta árekstra og ég finn að ég þarf að undirbúa mig undir það hvernig ég ætla að takast á við það. Ég hef oft lent í því að vera sú sem vill bæta úr öllu og þegar þessi er fúll út í hinn þá er ég stuðpúðinn þarna á milli, þannig að ég þarf að æfa mig í því að bjóða fólkinu bara að ræða saman sjálft, en ekki vera senditík á milli þeirra. En það borgar sig nú ekki að vera að búa til einhverja grýlu úr þessu, þar sem ég þarf bara að taka einn dag í einu og dagurinn í dag var góður. Ætla að biðja að morgundagurinn verði það líka. Ætla að baka smávegis, ef einhverjum skildi detta í hug að kíkja í afmælisheimsókn á mánudaginn, sem ég held nú að verði kannski ekki, þar sem mamma og pabbi og brósi verða farin út. En þau kíkja þá kannski bara á morgun. Það kemur í ljós.
Eigið yndislegan sunnudag.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Okt. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehe veistu að ég gat ekki annað en brosað út í annað, þú gætir verið að skrifa á bloggið mitt um mig :-)
Eigðu yndislegt sumarfrí og njóttu hvers dags í botn þú átt það sko inni :-)
Knús og kram
Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:28
Elsku María mín..... Það er miklu meiri vinna að vera í búlimíunni en í fráhaldinu sem við erum í núna.... Hef reynsluna... Þótt að ég viti að þegar kemur að því að nýta reynslu annarra erum við oft með banana í eyrunum, líka kallað andlegt heyrnleysi.... Vona að þú takir mér trúanlegri með að búimían virkar ekki.... Ég át svo mikið og ældi og ældi, samt þyngdist ég og þyngdist..... Þetta er viðbjóður sem ég óska ekki einu sinni fyrrverandi mönnunum mínu....
Góða ferð út ef ég hitti þig ekki.... Vonandi komiði öll heil heim og ekki búin að klóra aufun úr hvort öðru eða tengdó
Helga Dóra, 6.7.2008 kl. 00:56
Til hamingju með afmælið í dag... Sjáumst vonandi í kvöld
Helga Dóra, 7.7.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.