Já það er sérstakt að hugsa sér að maður sé að fara að komast í þetta laaaaaangþráða sumarfrí. Ég er búin að vera að píska mér út - þannig að ég geti verið í 7 vikna fríi með skólastráknum mínum og mér finnst það æðisleg tilhugsun. Á bara eftir viku í vinnunni og hún verður eiginlega bara hálf, því ég ætla bara að vera ca hálfan daginn alla dagana, þar sem strákurinn er bara hálfan daginn á námskeiði. Núna er líka rétt rúm vika í afmælið mitt og 2 vikur í brottför til Ítalíu. Barasta geggjað.
Fór í fjölskyldugarðinn með guttana áðan það var æði, en ég er orðin allt of mikil kuldaskræfa, var í peysu og jakka allan tímann, á meðan þeir voru bara á bolunum - þarf að fara að gera eitthvað í þessu.
Er að kafna úr þreytu núna, ætla að fara að sofa og vera ótrúlega spræk á morgun eða ekki - það kemur í ljós. Eigið góða helgi.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu góða helgi með strákunum þínum elskan :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 27.6.2008 kl. 22:37
Hafðu það náðugt með gaurunum, góða helgi
Brussan, 28.6.2008 kl. 15:32
nei nei bara fundin hehehe vissi ekki af því að þú værir að blogga. "brussan" var að adda mig sem vin og ég fór í framhaldi af því að skoða GSA síðuna - humm hvað eru margir mánuðir/ár kannski síðan ég ætlaði að skoða þessa síðu svo ég tali ekki um að fara á FUND!!!! Núna verð ég að drífa í þessu haha
Njóttu sumarfríssins, ég sem ætlaði að ná þér áður en þú færir í frí :-)
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 2.7.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.