Ég hef núna undanfarið farið að ná í drengina mína á hlaupahjóli, gangandi eða með hjólin þeirra og mér líkar best við hlaupahjólin, því þau eru svo auðveld í notkun og þegar ég er á leiðinni að sækja þá, þá nota ég annað og held á hinu við stýrið. Ég var alveg ofsalega mikið að velta því fyrir mér fyrst hvað ætli fólki þætti um að sjá svona aldraða konu á hlaupahjóli, en svo tók ég bara ákvörðun um það að þetta yngdi mig bara upp, þannig að núna er ég bara næstum daglega á hlaupahjólinu hérna í hverfinu, er jafnvel farin að spá í að kaupa mér mitt eigið - þetta er sko ódýrara en að fylla tankinn einu sinni og miklu hollara fyrir líkamann.
Núna er stóri strákurinn kominn í sumarfrí með tilheyrandi veseni sem við erum að upplifa í fyrsta skipti, þ.e. þetta langa sumarfrí, en sem betur fer á hann ofsalega góðan afa sem er tilbúinn að gera allt fyrir fjölskylduna. Í dag voru þeir saman og fóru niður á Tjörn og röltu um miðbæinn. Eitthvað sem ég hef allt of sjaldan gert með strákunum.
Við fórum og keyptum gull og silfur málningu á herbergin hjá drengjunum og máluðum hluta af einum vegg með gull hjá þeim eldri og silfur hjá þeim yngri. Nú langar mig bara í svona líka inn í mitt herbergi - en get ekki ákveðið hvort ég vil gull eða silfur.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð nú meiri hetjurnar þið Habbý, maður er aldrei of gamall fyrir það sem mann langar að gera :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 5.6.2008 kl. 23:33
haha er þetta að ganga dóttir mín vill mála veggina hjá sér gulllitaða.
Hafrún Kr., 6.6.2008 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.