Blogga eða ekki blogga

Ég er í einhverri dilemmu núna, ég sagði frá því í gær á Vorblóti eins vinahópsins okkar að ég væri með bloggsíðu og gaf upp slóðina og nú er ég barasta að spá í að hætta að blogga. Tí hí hí, ég er ekki viss um að ég höndli að vinafólk okkar lesi síðuna mína, fyrir utan það að ég hef aldrei frá neinu skemmtilegu að segja. Æi ég sé til.

Það var ein sem var í matarboðinu með mér í gær sem barasta skildi alls ekki hvernig ég færi að þessu, ótrúlegur viljastyrkur sem ég hefði. Reyndi að útskýra fyrir henni að þetta hefði ekkert með viljastyrkinn að gera, en það er erfitt að reyna að segja fólki sem er komið í glas frá þessu, þannig að ég bara sat og brosti og tók við öllum hólunum sem ég fékk, bæði frá henni og öðrum.  Ég var í kjól sem mágkona mín keypti fyrir ári eða meira síðan og mér fannst svo ótrúlega flottur og mig langaði geðveikt í hann, en ég hefði sprengt hann illa utan af mér ef ég hefði prófað hann þá, en ég smellpassaði í hann núna og það var alveg ótrúlega gaman, fannst ég ótrúlega fín. Kannski aðeins of fín, en bara gaman að því.

Annars er ég að reyna að njóta þess að vera til í dag bara, strákarnir mínir eru báðir komnir heim, en annar var alla helgina hjá vini sínum og hinn fór með ömmu og afa í Stykkishólmi. Gott að hafa þá báða heima og geta verið með þeim. Finnst ég eiginlega ekkert hafa sinnt þeim undanfarnar vikur, er búin að vera svo mikið úti á landi og að gera eitthvað annað en að vera heima hjá mér, þannig að ég er mikið að spá í hvort ég eigi að vera að fara á Sæluhelgina. Veit ég hefði hrikalega gott af því og ég kæmi örugglega miklu betri mamma til baka, en er samt með geðveikt samviskubit og langar rosalega mikið til að vera bara heima í svona venjulegri fjölskylduhelgi þar sem ekkert er að gerast. Því næstu helgar eru alveg bókaðar, eiginlega þangað til við förum til Ítalíu 11. júlí. Þarf að ræða þetta við karlinn og þennan í efra og finna lausnina.

Ætla núna að fara að finna hótelherbergi handa okkur fyrstu nóttina á Ítalíu. 

Vonandi eigið þið gott sunnudagskvöld 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Ég segi blogga....

Ég segi líka að mig langar að sjá mynd af þér í fína kjólnum. 

Helga Dóra, 1.6.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Ella Guðný

Blogga, ekki spurning... svo gott að lesa bloggin þín :)

Ella Guðný, 1.6.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Það er yndislegt að lesa bloggin þín elskan, þú mátt ekki hætta. Love you

Kristborg Ingibergsdóttir, 2.6.2008 kl. 00:14

4 Smámynd: Brussan

blogga blogga blogga blogga takk ...alls ekki hætta þá fer ég að gráta

Brussan, 2.6.2008 kl. 01:03

5 identicon

esssku snúllan mín, ég bloggaði einu sinni, hætti svo af því paranojan náði mér en er oft að spá í að byrja aftur........æi þegar það að setja niður hugsanir sínar gerir manni sjálfum gott þá er þetta ekki spurning.....svo þegar bónusinn er svo að aðrir sem lesa fá ný sjónarhorn á ýmsa hluti og jafnvel smá veganesti inn í daginn hvernig getur þetta þá verið annað en hið besta mál? Finnur út úr því hvað er best fyrir þig:) En hei annars......varstu í keilu eða mættumst við á bílaplaninu eða.......? Knús:+

bólan (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: María

Oh takk fyrir svörin dúllurnar mínar. Ég sé til hvað ég geri með bloggin.

HD ég tók enga mynd af mér í kjólnum en er að vinna í því að fá myndir hjá öðrum.

Bóla ég sá þig á ljósunum, ég var að koma af bílaleigunni :D en var að drífa mig í veislu annars hefði ég snúið við og elt þig - hí hí. 

Habbs: Það væri náttúrulega snilld að fara á laugardeginum á Sæluhelgina á þennan helga stað æsku minnar. Þar sem ég var þarna allt fyrsta sumarið mitt. Og hef eytt ófáum stundum á Úlfljótsvatni. Þykir óendanlega vænt um þennan stað. 

María, 2.6.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband