Ætlaði ekki að hlusta á eða horfa á fréttir. Og viti menn - ég er ennþá á lífi og ekkert vont gerðist, hjá mér. Fékk að vísu leiðinlegar fréttir af fólki í kringum mig, en það er samt eitthvað sem ég get ekki breytt og það eina sem ég get gert er að vera til staðar fyrir fólkið ef ég get hjálpað því. Ef ég væri á taugum, að farast úr þunglyndi og áhyggjum af því að allt sé að fara á annan endann, þá er ekki séns að ég gæti verið til staðar fyrir aðra. Ég treysti því, trúi og bið að það fari allt vel.Fékk líka ofsalega góðar fréttir - það bættist við lítið kríli í vinahópnum. Bara yndislegast.
Mér tókst algjörlega að lifa í deginum og njóta hans. Ég gat sinnt strákunum mínum, skipulagt barnaafmæli og prjónað og farið á foreldrafund í leikskólanum og það er barasta allt í lagi með okkur. Magnað alveg hreint.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Merkilegt nokk og áttir meira að segja prýðis dag..... Allt er hægt í kreppunni.... BAra spurning um að láta hana ekki ná sér......
Helga Dóra, 9.10.2008 kl. 11:50
Váá hvað ég er sammála þér, ég verð víst að viðurkenna að ég hef bara ekki hugmynd um það sem er að gerast í þjóðfélaginu, ég er svo lánsöm að eiga ekki peninga haha svo ég ætla bara að leifa fréttunum að líða án þess að fylgjast með, einn dagur í einu og þetta REDDAST!!!
KNÚS OG KRAM
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 9.10.2008 kl. 14:08
Yndislegt.
Kristborg Ingibergsdóttir, 12.10.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.