Ja hérna hér.
7 ára barnið var að koma heim úr skólanum rétt í þessu og segir við mömmu sína voðalega rogginn " mamma veistu af hverju ég er að kom heim núna" (hann var sem sagt hálftíma lengur en venjulega á leiðinni). Mamman svarar "nei" og á von á því að barnið segi henni eitthvað voðalega skemmtilegt sem gerðist. Barnið segir "af því að ég var í slag". Hjartað í mömmunni stoppaði og leitaði að blóðslettum út um allt, en engin ummerki slagsmála eru sjáanleg á barninu. Þegar mamman er búin að fullvissa sig um að engin bein séu brotin og ekki skráma á húðinni nær barnið að halda áfram að segja stoltur frá því að hann hafi "pikkað fight" við krakka í 5. bekk, af því að einn þeirra hafði sagt við bekkjarfélaga sonarins að ef hann færði sig ekki frá myndi hann kýla andlitið af vininum. Bekkjarfélaginn hörfaði en litli 7 ára töffarinn sagði við 5. bekkingana "wanna fight" og slóst sem sagt við einn þeirra og svo þegar fleiri 5. bekkingar voru farnir að slást við þann litla, þá ákvað sá litli að hætta og koma heim. Sem betur fer.
Og nú er hann endurtekið búinn að spyrja mömmu sína hvort henni finnist hann vera kjarkaður fyrir að hafa gert þetta. Úff það er erfitt að svara þessu. Auð'vitað er hann kjarkaður, en OMG þetta er ekki það sem maður vil að litla, ég endurtek litla barnið manns sé að gera.
7 ára barnið var að koma heim úr skólanum rétt í þessu og segir við mömmu sína voðalega rogginn " mamma veistu af hverju ég er að kom heim núna" (hann var sem sagt hálftíma lengur en venjulega á leiðinni). Mamman svarar "nei" og á von á því að barnið segi henni eitthvað voðalega skemmtilegt sem gerðist. Barnið segir "af því að ég var í slag". Hjartað í mömmunni stoppaði og leitaði að blóðslettum út um allt, en engin ummerki slagsmála eru sjáanleg á barninu. Þegar mamman er búin að fullvissa sig um að engin bein séu brotin og ekki skráma á húðinni nær barnið að halda áfram að segja stoltur frá því að hann hafi "pikkað fight" við krakka í 5. bekk, af því að einn þeirra hafði sagt við bekkjarfélaga sonarins að ef hann færði sig ekki frá myndi hann kýla andlitið af vininum. Bekkjarfélaginn hörfaði en litli 7 ára töffarinn sagði við 5. bekkingana "wanna fight" og slóst sem sagt við einn þeirra og svo þegar fleiri 5. bekkingar voru farnir að slást við þann litla, þá ákvað sá litli að hætta og koma heim. Sem betur fer.
Og nú er hann endurtekið búinn að spyrja mömmu sína hvort henni finnist hann vera kjarkaður fyrir að hafa gert þetta. Úff það er erfitt að svara þessu. Auð'vitað er hann kjarkaður, en OMG þetta er ekki það sem maður vil að litla, ég endurtek litla barnið manns sé að gera.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úffffff.......þvílíkiur nagli........hvernig verður frammhaldið.......það er samt gott að hann er ekki að láta vaða yfir sig og þorir að standa á sínu
Brussan, 2.10.2008 kl. 16:31
Vonandi lúskra þeir ekki á honum á morgun litla karlinum :o)
Sem er jú bara 7 ára nagli.
Kristborg Ingibergsdóttir, 2.10.2008 kl. 17:00
úúfffff ég brosti nú út í annað við byrjun lesturs en fékk svo sting í hjartað
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 3.10.2008 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.