Jæja núna er síðasta vikan af 7 í sumarfríi - ég er búin að vera í þvílíkt geggjuðu sumarfríi að ég eiginlega kemst ekki yfir það. Búin að fara til Ítalíu og Englands, búin að fara í hvalaskoðun, 2x í Stykkishólm, hitta vini, bjóða fjölskyldu mannsins heim, fara í brúðkaup og afmæli, vera með strákunum mínum, taka til í þvottahúsinu, herbergjum drengjanna, skápum og bara hafa það hrikalega gott í alla staði. Þetta hefur mér allt tekist í fráhaldi. Geggjað. Er svoooo þakklát fyrir það, vona bara að lífið haldi áfram að vera gott.
Það eru ótrúlega mikil forréttindi að fá að geta verið svona heima og heiman með börnunum sínum yfir sumarið og notið þess í tætlur. óóó vá hvað ég er eitthvað músí músí væmin núna. Ég er bara svo ánægð með hvernig þetta hefur verið í sumar og ég viðurkenni alveg að ég er með smá kvíðahnút í maganum yfir að vera að fara að vinna - líklegast hefur þetta frí verið of langt. En ég hlakka samt alveg hrikalega mikið til að hitta öll börnin mín í vinnunni og þá sem þeim tengjast og ég hlakka líka mikið til að hitta samstarfsfólkið mitt - þannig að ég veit ekki alveg af hverju ég er með hnútinn. Líklega bara vegna þess að ég veit að ég þarf að taka mig á í því að segja "nei" í vinnunni. Það er minn veikleiki. Ég verð að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég geti ekki gert hluti, og hætta að vinna heima á kvöldin. En það er nú ágætt að maður hafi einhver verkefni er það ekki??' Nei ég bara spyr.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú, jú gott að hafa verkefni,,, en eiga verkefnin eftir vinnu ekki að vera kallinn, börnin og heimilið??? Ekki meiri vinna???
Nei, ég bara spyr?
Helga Dóra, 20.8.2008 kl. 09:20
en María, svo þér leiðist ekki síðustu vikuna máttu alveg koma og moka út hjá mér skítinn ... takk
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.8.2008 kl. 09:42
Takk Ella Sigga, ég hef það bak við eyrað :D
María, 20.8.2008 kl. 10:10
ohhh veistu það María að ég skil þig ótrúlega vel, það er ekki eins og það sé eitthvað auðvelt að segja NEI í því starfi sem þú ert í, en guð við verðum sko að læra það :-) vertu óhrædd við að segja nei hvort sem það er við mig eða aðra hahaha nei nei segi svona bara híhí
Til lukku með æðislegt sumarfrí, fráhaldið og bara hvað þú ert yndisleg persóna
Hlakka til að hitta þig sem fyrst ;-)
knús og kram
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.8.2008 kl. 20:49
við þyrftum að fletta upp orðinu nei í einhverri merkingarbók og læra hvað það þýðir og rækta það ........nei er bara NEI....ohhhhhh það getur verið svo erfitt að virkja það ...
Brussan, 21.8.2008 kl. 07:39
Sumarið er tíminn
Frábært hvað þið höfðuð það gott í sumarfríinu og þú aldeilis áorkað miklu.
Sykurmolinn, 21.8.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.