Ég var að skoða þessa frétt og bara verð að tjá mig aðeins. Miðað við tölur frá Hagstofu Íslands í dag þá voru Íslendingar 316.252 1. apríl síðastliðinn og samkvæmt fréttinni stefnir í að 400 manns sæki um að fara í offitumeðferð á Reykjalundi á árinu. Hvað er í gangi??? Við erum ekki að tala um næstu 10 ár heldur bara á þessu ári. Úfff það er svo sárt að sjá þetta. Sérstaklega þegar maður hefur verið á þessum stað að vera að hugsa um að fara í aðgerðina. Ég var meira að segja að spá í að éta mig upp í 180 - 190 kíló bara svo ég gæti "notið" þess aðeins lengur að borða og fara svo bara í aðgerð.
Já ég er með klikkaðan koll, sem hefur látið mig gera ótrúlega hluti í tengslum við mat. Ég hef étið á mig gat og haldið áfram að borða og passað að þurfa aldrei að finna tilfinningar. Þegar ég var sem verst hafði ég ekki skoðanir á neinu og vissi ekki hvernig mér leið gagnvart einföldustu hlutum. Ég hló aldrei að myndum og var bara skelfing dofin. Ég borðaði á meðan ég var að elda, ég borðaði matinn sem ég eldaði og ég borðaði á meðan ég var að ganga frá. Síðan settist ég upp í sófa með sætindi, því ég var búin að vera svo ósköp dugleg að ganga frá. Ég verðlaunaði mig með sætindum og ég braut mig niður með sætindum, ég gladdist með sætindum og ég syrgði með sætindum. Ég er hömlulaus sykurfíkill. Í dag veit ég að ég get ekki læknast. Ekki heldur þó ég grennist, hvort sem ég geri það með aðgerð eða með því að gera það sem ég geri í dag. Ég veit að ég get haldið þessu í skefjum með því að halda mig frá sykri og öðrum efnum sem valda mér fíkn og vigta og mæla þrjár máltíðir á dag og borða EKKERT á milli mála. En vá hvað það var erfitt að komast að þessari niðurstöðu og það var rosalega erfitt að þurfa að líta á þetta til frambúðar, en ekki bara megrun í smá tíma.
Ég hef alltaf vitað lausnina við þessu, bara borða minna og hreyfa mig meira. Það virkar alveg fyrir suma, en það virkaði ekki fyrir minn veika haus, því um leið og ég var búin að hreyfa mig þá bara varð ég að verðlauna mig með því að borða eitthvað sem mér þykir ógeðslega gott. Ég var einu sinni á átaksnámskeiði og ætlaði sko að standa mig rosalega vel. Það var miðað við að ég fengi mér 1500 kaloríur á dag og þið megið geta hvað mín gerði.
Nú auðvitað borðaði ég bara 3 súkkulaðistykki á dag og drakk svo sykurlaust gos, því það eru bara 5 kaloríur í hálfum lítra. Hí hí, ég veit að ég er rugluð.
En í dag er ég búin að losna við 44 kíló frá því að ég var þyngst og mér tókst það með því að vigta 3 máltíðir á dag og borða ekkert á milli mála. En mér tókst það samt meira af því að ég er í frábærum félagsskap fólks sem skilur mig og er eins og ég. Það er enginn að dæma mann fyrir það sem maður hefur étið á sig. Það er enginn að segja, þú barasta verður að hreyfa þig meira og borða minna. Það skilja allir mann þarna og það er bara geggjað. En mér tókst það samt mest af því að ég fór að vinna í sjálfri mér í 12 sporunum og finna minn æðri mátt - sem hefur eiginlega aldrei verið partur af mínu lífi, því ég hef bara verið svona passlega trúuð.
Jæja núna verð ég að hætta þessu. Ég ætlaði bara aðeins að tjá mig.
![]() |
Metaðsókn í offitumeðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
húrra húrra og takk fyrir að vera memm
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:13
Minni á stofnfundinn í Grindó í kvöld í gömlu kirkjunni kl 20.30... Ætlum að fjölmenna til að veita þeim styrk og stuðning hetjunum í Grindavík....
Þú ert líka hetja María og kraftaverk.....
Ljúft að það sé til lausn við þessu... Lausn sem gefur okkur hamigngjusamt, gleiðríkt og frjálst líf.....
Er það ekki fabjúös.......
Helga Dóra, 13.8.2008 kl. 12:40
Gott að lesa þetta María mín. Eins og talað frá mínu hjarta :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 13.8.2008 kl. 16:57
Svo satt...
Takk fyrir að vera í GSA..
Ella Guðný, 13.8.2008 kl. 18:44
Góð skrif hjá þér María, takk kærlega fyrir þau og til hamingju með nýja lífið þitt :-) Ég á eina góða vinkonu sem fór í svona aðgerð og náði árangri, en hún berst við fíkn sína hvern einasta dag og búin að gera það í 2 ár, til þess að fara ekki í ofátið aftur.
knús og kram
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 13.8.2008 kl. 22:00
Takk fyrir að vera í fráhaldi með mér
Þú ert sko engin smá hvatning skal ég segja þér!
Sykurmolinn, 13.8.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.