Oh, ég hlakka svo mikið til að vera með öllum GSA gellunum á morgun.
Var að koma úr hjólatúr í vinnuna. Prófaði að hjóla þangað núna í kvöld til að gá hvort ég í fyrsta lagi gæti það, í öðru lagi hvað ég væri lengi og í þriðja lagi hvað ég svitnaði mikið á leiðinni. Þetta tókst alveg prýðilega, en vandamálið var að ég var með hundinn með mér - er nefninlega búin að kaupa svona stöng á hjólið þannig að það er hægt að hafa hana fasta við hjólið - og hún var nú ekki alveg til í að hlaupa eins hratt og ég hefði getað farið niður brekkurnar. Þannig að tímamælingin virkaði ekki alveg, en þetta var bara frábært. Finn svolítið fyrir vöðvum aftan á lærunum núna sem er bara geggjað. Er samt alveg svakalega hissa á því hvað mér er lítið illt í klofinu eftir 2 tíma hjólaferðina sem ég fór með strákunum á mánudaginn niður í Elliðaárdal. Það eru kannski aukaverkanir af því að hafa lést svona = ekki eins mikill þungi á klofinu - hvað haldið þið???
Fór í dag að kaupa ný gleraugu á litlu töffarana mína. Fáum þau eftir ca 2 vikur, þe. ef einhver getur náð í þau í Fríhöfninni - það er 25% ódýrara þannig að ég varð að gera það. Liggur við að það borgi sig að kaupa ferð til útlanda - hí hí, ein að leita að afsökun. Sá annars fullt af flottum geraugum en er ekki til í að kaupa gleraugu sem brotna við minnsta hnjask. - Því trúið mér þau þurfa að þola MIKIÐ hnjask á þessum bæ.
Annars ætla ég bar að fara að koma mér í bað, lakka mig með glimmer naglalakki og alles, sérstaklega fyrir þig Habbs - HÍ, HÍ, HÍ
Sí jú gæs
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Duglega hjólastelpa.Hlakka til að hitta þig annað kvöld.
Kristborg Ingibergsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:18
Vá dugnaður að hjóla en þú hlýtur þá að vera með góðan hnakk ég man þegar ég fór í spinning einu sinni og ég held án djóks að ég hafi verið marin á rassinum eftir spinning tímann.
Hafrún Kr., 16.5.2008 kl. 23:23
Vá, ég fékk verk íana við tilhugsunina um verkina sem ég fékk þegar ég var að byrja í spinnig einu sinni...... Sjitt hvað það var vont......
Helga Dóra, 17.5.2008 kl. 11:44
Takk fyrir gærkvöldið mín kæra. Skemmti mér rosalega vel!
Marilyn, 19.5.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.