Var að koma úr leikhúsinu með vinkonum mínum. Fór að sjá leikritið Mamma, mamma og mér fannst það algjör snilld. Það náði algjörlega að fjalla um allt sem við vinkonurnar höfum verið að ræða í saumaklúbbunum. Bara snilld, það fór yfir allan tilfinningaskalann, ég hló (sem ég geri mjög sjaldan svona opinberleg), ég fór hjá mér og skammaðist mín, ég grét. Allt sem mér finnst að gott leikrit eigi að gera.
Er annars barasta búin að eiga ágætasta dag, drengirnir rosalega duglegir úti að leika, fóru út að hjóla og svo niður að læk að sulla, blautir upp í hné... bara æðislegt.
Pantaði far frá Róm til London í júlí, en á eftir að panta far frá London til Pisa, fann ekki á nógu góðu verði :D ætla að fara að lakka á mér neglurnar og finna far til Pisa eða nágrennis. Vonandi eigið þið góða nótt og góðan dag á morgun. Knús
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlátur bætir og kætir, eigðu góðan dag á morgun sömuleiðis.
Brussan, 11.5.2008 kl. 23:14
Mér finnst þú svo dugleg að fara í leikhús
Næs að vera að fara til Ítalíu, við hjónin vorum einmitt áðan að ræða Ítalíuferðina sem við fórum í ´99 og það var sko eitt besta frí sem við höfum upplifað. Ég elska Ítalíu, ítölskuna, ítalska matinn, ítalska karlmenn og bara allt heila klabbið 
Buena notte bella.
Sykurmolinn, 11.5.2008 kl. 23:30
nammi namm ég man enþá hvað maturinn var rosalega góður í covent garden nammi namm.
Hafrún Kr., 11.5.2008 kl. 23:38
Já það verður pottþétt farið í Covent Garden og Stóri Ben verður skoðaður, en ætli maður reyni ekki að fara í dýragarð eða tívolí - ef það er eitthvað
María, 12.5.2008 kl. 00:22
Verð með þér í anda þegar þú ferð að borða í Covent Garden....nammi namm
Kristborg Ingibergsdóttir, 13.5.2008 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.