Laugardagur

Vaknaði kl. 7, týndi til nesti, fórum á fótboltamót, 1 sigur, jafntefli og 1 tap - nokkuð gott. Fórum öll fjölskyldan í sund, komum heim, strákarnir út að leika. Ég og strákarnir fórum svo og gengum að Keili með brósa og co. Að vísu fór brósi upp, en ég píndi strákana að Keili - aðeins meira verk en ég átti von á og það tókst. Kom svo heim, eldsnögg sturta, eldsnöggur matur og beint í glimmerpartý hjá mágkonu minni og svo á Q-bar til rúmlega 2. Frekar þreytt þegar ég kom heim. Langaði mikið til að slappa af í dag, en eldri strákurinn er orðinn svo vanur geðveiku prógrammi að hann situr núna yfir mér og spyr hvað sé hægt að gera skemmtilegt í dag. Er að reyna að koma ábyrgðinni yfir á hann. Og rétt í þessu var hann að finna sér verkefni.  Ætla að fara að prjóna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sykurmolinn

Þú ert alveg ótrúleg

Sykurmolinn, 5.5.2008 kl. 14:08

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Súperkona sem þú ert dúllan mín

Kristborg Ingibergsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband