GSA er bara snilld

Vááááá aðlöðunin virkar. Það er alveg merkilegt hvað fólk einhvernveginn hringir allsstaðar að og vill fá að vita meira um þetta núna allt í einu. Ég velti því fyrir mér hvort allir hafi verið að bíða eftir því að ég hætti þessu bulli og fari að fitna, en svo þegar það sér bara að ég grennist og grennist þá vill það fá það sama takk.  Helst á silfurfati, í bók, eða bara fá uppskriftina takk.  Ég er í svolitlum vandræðum með að segja fólki að mæta á fundi og finna sér sponsor, ég er búin að ákveða fyrir suma að þeir muni ekkert geta þetta með sponsor, það sé best að ég bara geri þetta með þeim - en það er nú meira bullið.  Maður verður að finna sér sponsor og gera þetta alla leið til að þetta virki. Annars er þetta bara einhver megrun sem virkar alveg eins og allar aðrar megranir fyrir ofætur í smá tíma og svo bætir maður á sig tvöfalt eftir að maður hættir.

Það verður örugglega fullt af fólki sem ég þekki á mánudagsfundinum - eða það vona ég, mér finnst það alveg geggjað ef allt þetta fólk sem mér þykir vænt um mætir á fundinn og finnur kannski lausnina fyrir sig í GSA eins og ég gerði.  

Ætlaði annars að segja ykkur frá frábærum 1. maí/uppstigningardegi, við vöknuðum í rólegheitunum, kl. 10:30 var dyrabjöllunni hringd og bekkjarsystir þess eldri var mætt og vildi leika. Allir á náttfötunum hérna, ekki alveg tilbúin í að taka á móti gestum, en hún kom nú samt inn og þau léku sér svo úti til hádegis, en þá fórum við fjölskyldan á Þingvelli og Geysi.  Bara geggjað - yndislegt veður. Fórum í fótbolta saman á Þingvöllum. Held við séum bara að verða Disney fjölskylda Tounge. Eftir þessa frábæru ferð fórum við til tengdó og þar var pylsupartý og öll börnin og barnabörnin samankomin. Svakalegt stuð.  Þetta var bara yndislegur dagur. Og dagurinn í dag var nú líka alveg frábær veðurfarslega séð allavega, strákarnir voru úti í garði til rúmlega 9 - sem er náttúrulega alveg hræðilegt, því sá eldri er að fara að keppa á sínu fyrsta fótboltamóti í fyrramálið kl. 9. Þannig að ég ætla að fara að sofa núna og bið ykkur um að eiga góða nótt og fara vel með ykkur. Knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Dásamlega normal disney fjölskylda.

Ég er mjög ánægð með að ég var látin taka ábyrgðina á eigin fráhaldi frá upphafi. Vinkona mín var ekki að reyna að gera þetta fyrir mig eða bjarga mér heldur leiddi hún mig bara inn í samtökin og sýndi mér þau, restin var á mína ábyrgð. 

Marilyn, 3.5.2008 kl. 09:41

2 Smámynd: Helga Dóra

Mikki mús og Mína mús, Sik og Sak ......... GSA virðist fjöldaframleiða Disney fjölskyldur......

Helga Dóra, 3.5.2008 kl. 12:27

3 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

já Disney er það...............ekki spurning.............en hvað meinar þú með að aðlöðunin hafi virkað?

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 3.5.2008 kl. 21:51

4 Smámynd: María

Ég hef ekki verið með neinn áróður um að allir eigi að fara í GSA sem þurfa á því að halda, heldur hef ég bara reynt að laða þá að með því að sýna árangurinn minn og hvað ég er glöð með þetta. Sem sagt aðlöðun = laða að.

María, 4.5.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband