Helgin og góða veðrið

Ohh, ég er svo ánægð með helgina.

Laugardagurinn var alveg frábær hjá okkur, við tókum daginn frekar snemma, ég byrjaði að reyna að taka aðeins til á heimilinu og svo fór ég út í garð að taka til eftir veturinn. Karlinn hélt áfram að taka til inni og gerði svaka fínt, á meðan ég var úti að taka sleðana inn, taka laufin úr beðunum, sópa gangstéttina, tína upp afgangana frá áramótunum. Strákarnir fengu heimsókn og fóru svo báðir í hjólatúr hérna niður í dal með krökkunum. Það var fyrsti hjólatúrinn sem litlinn fór í án mömmu sinnar og hjálpardekkjanna - verð að viðurkenna að ég var svolítið með í maganum út af því hann er ekki alveg kominn með þetta á hreint.  Svona 20 mín eftir að þau fóru, kom sá eldri í rólegheitunum, settist í róluna í garðinum og sagði að litli hefði meitt sig - alveg sallrólegur, en mamman rauk frá hrífunni, skellti sér upp í bíl (því þau voru svo langt í burtu - sá fyrir mér að ég þyrfti að halda á alblóðugu barninu alla leiðina heim sem ég treysti mér ekki í, þó hann sé léttari en ég 33 kg sem ég burðaðist með á mér í mörg ár) hundurinn og sá eldri upp í bílinn, brunaði á staðinn þar sem þau voru, allt í góðu me þann litla, oggguponsulítið sár á fingri sem varla sást. Ég veit, ég veit ég er paranoid, en það er betra en að vera of kærulaus.

Að þessu loknu fórum við aftur heim, ég kláraði að sópa í garðinum og gaf krökkunum að drekka úti. Bara dásamlegt. Fór svo og náði í nýju fínu garðstólana og setti þá í garðinn og ákkúrat þegar ég var að klára það, kom vinur mannsins míns með strákana sína og vinkona mín með strákinn sinn, mömmu sína og systur. Það var bara geggjað, allir úti í garði og svaka stuð hjá krökkunum. Mér fannst sumarið bara alveg komið - ef hitinn hefði verið 6 gráðum meiri hefði ég skellt stóru sundlauginni út, en það verður að bíða betri tíma.

Fór svo í ótrúlega skemmtileg 40 ár afmæli með hattaþema. Borðaði matinn minn í veislunni, því vinnan í garðinum hafði sett matardagskrána mína úr skorðum, en það var bara svakalega fínt. Fór heim að sofa um 2 leytið svo ég gæti nú farið með gaurinn í fótboltann. 

Sunnudagurinn var bara í rólegheitunum, fótboltaæfing hjá þeim eldri og afmælisveisla, við hin vorum bara í rólegheitum hérna heima. Borðaði góðan mat og naut þess að vera úti í garði að prjóna og vera með strákunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Finnst alltaf jafn merkilegt að lesa um svona "venjulegt" heimilislíf......

Vá, hvað þú ert heppin að eiga þetta allt og geta þetta allt......  

Helga Dóra, 29.4.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Sykurmolinn

Vá hvað þú hefur áorkað miklu!  Ég varð nú eiginlega bara þreytt af lestrinum ha ha ha en mér finnst ég voða mikið letidýr þegar ég les færslurnar hjá ykkur hinum öllum   Ég kem ekki svona miklu í verk.  Kannski seinnar....  Batnandi manni er best að lifa og allt það.

Sykurmolinn, 29.4.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

ji við höfum bara báðar verið í disney um helgina

ta ta

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 30.4.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.4.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband