Já ég skellti mér í ræktina kl. 6 í morgun, kom svo heim og kláraði að gera strákana tilbúna fyrir skólann. Rölti svo með þeim í skólann og viðraði hundinn í leiðinni, kom heim, lét renna í bað, bjó mér til pönnsur með jarðaberjum. Fór í baðið, skellti á mig brúnkukremi sem misheppnaðist algjörlega, gleymdi nefninlega að skrúbba á mér andlitið áður. Fór svo aðeins í skólann til stráksins með dót sem hann gleymdi. Kíkti síðan á Habbý í vinnuna og fékk aðeins að knúsa hana ;D fór svo til mágkonu minnar í vinnuna og knúsaði hana líka. Fór svo í G-star búðina og gá hvort ég passaði í eitthvað þar fann stuttbuxur sem mig langaði rosalega mikið í því þær náðu alveg upp undir brjóst og ég sá fyrir mér að þær gætu haldið maganum á mér í skefjum, en ónei, þær að sjálfsögðu náðu ekki yfir allt skinnið á maganum. Fór svo í Lífstykkjabúðina og gá hvort ég fyndi sundbol á mig og takið eftir takið eftir ég fann bikiní, sem ég passaði í og felur alla skurði og ör eftir skurðina sem ég er með en að vísu nær það ekki að taka öll fituörin, en ég verð líklegast að taka afleiðingunum af því hvernig ég fór með líkamann minn og bara vera stolt af því að vera ekki með fituna til að fylla út í skinnið.
Eftir þetta allt saman skellti ég mér aðeins til yndislegustu ömmu í heimi. Hún var að fara að spila Bridge með ellismellunum og það var svo gaman að vera hjá henni þegar hún var að taka sig til, málaði aðeins á henni augabrúnirnar og augnhárin og svo klæddi hún sig í gelluföt. Hún var örugglega langflottust af kellunum þarna. Þessi kona er bara frábær og ef ég þyrfti að vera einhver annar en ég er, þá myndi ég velja að vera hún.
Fór svo í vinnuna og talaði ásamt öðrum kollegum við 27 nema í rúman klukkutíma og kom svo hingað heim að borða matinn minn og aðeins að kúra mig áður en ég sæki strákana mína og kem þeim eldri í fótboltann og reyni að finna verkefni fyrir þann yngri á meðan.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég vissi það !!! duglegust í heimi ... ertu ekki uppgefin?
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 25.4.2008 kl. 16:36
Dugleg býfluga þú!!!!!
Helga Dóra, 25.4.2008 kl. 17:38
Ör eru betri en mör
Sykurmolinn, 25.4.2008 kl. 20:54
Dagurinn var bara rétt hálfnaður þarna.
Æi já hælarnir voru ekki gott múv, ég ætlaði sko að venjast skónum fyrir annað kvöld, en er núna komin með sár á tásurnar. Þannig að ég verð ekki í þeim annað kvöld í 40 ára afmælishattapartýinu sem ég er að fara í. Verð bara á tásunum með hatt :D
Fór og náði í strákana, eldri fór í fótbolta, ég og sá yngri fórum í Bónus, náðum svo í karlinn og svo í þann eldri. Fórum svo að kaupa gervigrasskó á Adidas útsölumarkaðnum í Faxafeni 7 (bara ef þið hafi áhuga held hann verði á morgun líka). Fórum svo á KFC uppi í Mosó þar sem strákarnir fengu að hlaupa í rennibrautinni eins og þeir vildu og svo borða óhollan mat inn á milli. Geggjað ;D Sá fyrrverandi GSA - ara þarna, varð hálf leið, því ég sakna hennar, en ég sá að hana langaði ekkert að tala við mig :( - Kom svo hérna heim, breytti matnum mínum og borðaði hann, tók úr vélinni, setti í aðra, gekk frá þvottinum, tók úr uppþvottavélinni, gaf strákunum meiri kolvetni og núna liggja þeir báðir steinsofandi hérna í sófanum hjá mér. Þarf að fara að koma þeim í rúmið. Og ætli ég sofni ekki fljótlega ef ég þekki mig rétt. Góða nótt sætustu stelpur í heimi (og ef það er einhver strákur að lesa þetta þá verður hann að kvitta svo ég viti af því annars held ég áfram að tala bara við stelpurnar) Knús María
María, 25.4.2008 kl. 22:22
Þetta er ástæðan fyrir því að mig langar í sundbol með svona cut-out sniði - þeas. sem vantar hliðarnar í. Ég er fín á hliðinum en slitin beint framan á.
Marilyn, 25.4.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.