Sumarið byrjar vel

Já þessi dagur byrjaði sko aldeilis vel. Við gátum sofið út - að vísu vaknaði ég við blaðberann, en ég sofnaði sko aftur. Geggjað að geta legið alveg óáreittur uppi í rúmi til kl. 11 og það eina sem ég þurfti að gera þegar ég kom fram úr var að elda pönnsuna mína og hita jarðaberin mín.  mmmm svo gott.

Karlinn fór út í bakarí á meðan ég eldaði pönnsuna. Við borðuðum svo morgunmatinn okkar í algjörum rólegheitum, lásum öll blöðin (hef örugglega aldrei gert það áður). Ákváðum að fara að kíkja á sumargjafir handa drengjunum. Keyptum þær fórum og náðum í þá, gáfum þeim gjafirnar. Fórum á hverfissumarhátíðina. Sáum feik íþróttaálf, Grease atriði, töfrakarl, Mercedes club (eða hvað þau nú heita) og fullt af krökkum duttu í tjörnina í þrautabrautinni sem skátarnir gerðu. Rosa stuð. Komum heim og fengum okkur kaffitíma. Strákarnir fóru svo út að leika með sumargjafirnar sínar og fengu vini sína í heimsókn. Plataði bróður minn til að kaupa í matinn handa okkur og við grilluðum geggjað gott nautakjöt og fullt af paprikum og lauk. Brósinn minn er nefninlega algjör snillingur að elda, hann gerir það bara allt of sjaldan :D Takk fyrir matinn. 

Komst svo að því að hann er búinn að vera að lesa bloggið mitt, roðnaði upp í hársræturBlush og niður í tær. Hann skammaði mig fyrir að hafa sagt að hann væri falleg sál, því það þýddi að hann væri ljótur. Spurði hann að því hvort ég ætti frekar að segja að hann væri svo sætur eða fallegur (þýðir það þá að hann er hundleiðinlegur og illa innrættur). Allavega ég á bara besta flottasta bróður í heimi, hver má túlka það eins og hann vill, en ég veit hvað ég meina og vonandi hann líka.

Nú er ég búin að gera smá vorhreingerningu framan í mér og búin að lakka neglurnar og ætla að far að koma mér í rúmið - því ég ætla að gá hvort ég komist á fætur kl. 6 í fyrramálið og prófa að fara í ræktina á þessum tíma. Myndi ótrúlega mikið vilja að það væri minn tími og að ég gæti gert það þrisvar í viku. Ætla bara að gá í fyrramálið.  Er næstum því að spá í að stroka þetta út svo enginn fari að ætlast til þess að ég fari að stunda ræktina og segja að ég sé lúser þegar ég geri það ekki, en kannski verður þetta bara hvatning fyrir mig. Jæja, látum það bara vaða. Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

(Lesist með ógvekjandi, draugalegri röddu)                                                     

Ég er andi óskynseminnar...... Ekki fara í ræktina..... Þér gæti liðið ógeðslega vel og farið betur útí daginn...... Fengið stinnari rass og flatari maga....... Ekki fara í ræktina 

Helga Dóra, 24.4.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég er mjög hneyksluð að þú hafir fengið að liggja óáreitt ... kommon jóhannes ... ÞIÐ VORUÐ EIN HEIMA !!!

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 25.4.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

já og ps 

ekki fara í ræktina klukkan sex ef þú fílar ekki ræktina og ert ekki morgunmanneskja ... frekar borðliggjandi hm?? gerðu eitthvað sem þér þykir skemmtilegt, á tíma sem þú ert í stuði ... think think think

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 25.4.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband