Geggjaður fundur

Var á GSA fundi í kvöld og horfði yfir hópinn og fann fyrir svo miklu þakklæti. Ég er svo heppin að GSA sé til, og ég er svo heppin að ég kynntist GSA ákkúrat á þeim tíma sem ég virtist vera tilbúin að gera eitthvað í mínum ofþyngdarmálum. Ég er svo þakklát fyrir þessi samtök. Þau björguðu mér frá því að drepa mig úr ofáti. Þau hafa bjargað geðheilsu minni og fjölskyldunnar minnar. Þó ég hafi sko engan veginn verið tilbúin að viðurkenna það að það væri nokkuð að geðheilsunni minni áður en ég byrjaði í GSA. Ég var svo ótrúlega heilbrigð, vildi öllum svo hrikalega vel og var ljúfa og góða stelpan (en samt algjörlega á mínum forsendum og það var örugglega einhver matartengd ástæða fyrir því að ég var góða stelpan). T.d. ef vinir mínir áttu bágt, þá var ég alltaf mætt á svæðið - að sjálfsögðu með kolvetni, til að redda málunum og hneykslast með viðkomandi, eða syrgja, eða gleðjast eða bara hvaða tilefni sem er.  Ég var alltaf tilbúin að  vera "á staðnum" ef það voru kolvetni í tengingu við það. 
Skrýtið að sjá þetta svona eftirá. Svo hef ég verið að segja fólki frá því að ég er að vinna 12 sporin og það trúir því nú enginn að ég hafi gert nokkurt á hlut annarra, sem ég þurfi að bæta. "Þú, María, nei ég trúi því ekki að þú þurfir að vinna svona 12 spor". Það er nú bara samt svo ótrúlegt að hún ljúfa María, hefur sagt ýmislegt sem hefði betur verið ósagt og hún hefur setið með þetta inni í sér og borðað yfir þær tilfinningar sem það hefur kallað fram - til að þurfa ekki að takast á við þær. En nú stendur það allt til bóta og ég á eftir að vinna nokkur 9 spor og mér finnst það bara æðislegt.

Í dag fékk ég pakka. Það var ótrúlega skemmtilegt. Þegar ég mætti í vinnuna þá beið mín pakki meðpELIZARDEN1-3382665dt  þessu kremi og ég varð svo hrikalega glöð með það. Og svo voru 2 baðkúlur og prufur með. Ótrúlega skemmtilegt að fá svona fínan pakka. Og þetta fékk ég fyrir að aðstoða í fermingarveislunni. Ég sem tók fullt af afgöngum handa strákunum mínum og fannst ég sko vera búin að fá vel borgað fyrir það sem ég hafði gert. Varð eiginlega hálf orðlaus.

Kom svo heim með þennan pakka og sagði karlinum að ég hefði fengið þetta frá leynilegum aðdáanda  og hann varð eiginlega bara pirraður þessi elska "frá hverjum fékkstu þetta????" Nú frá honum xxxx (nafnið á fermingarbarninu) hann varð ekkert ánægðari. Ég útskýrði þá frá hverjum þetta væri og þá var þetta ekkert merkilegt lengur. Ekki það að hann var ekkert pirraður - ég var bara að búa til smá krydd í söguna ;D

Smá gullkorn frá eldri stráknum hérna í lokin. Pabbi spurði hann af hverju hann væri svona duglegur að hlýðaHalo í skólanum en ætti erfiðara með það hérna heima. Því var auðsvarað "það er enginn skólastjóri hérna heima" LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kr.

vá hvað ég skil þig ég var svona líka var alltaf mætt á 0,1 til að bjarga öllum ef það þýddi að það yrði kolvetni á staðnum.

Takk fyrir að vera í fráhaldi og fundurinn í kvöld var æði. 

Hafrún Kr., 22.4.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Helga Dóra

Yndisleg þessi börn.... Sonur minn sagði aftur á móti að það sé enginn pabbi í skólanum, þessvegna sé hann óþekkari þar...

Helga Dóra, 22.4.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Þetta krem er algjört æði.............ef þú hefur ekki prufað það

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 22.4.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband