þreytt

Hellú, núna er yndislegur dagur að kveldi kominn, mér tókst að vera í fráhaldi í dag og ég er búin að senda matinn fyrir morgundaginn þannig að ég verð líklegast í fráhaldi á morgun, og ég kemst líklegast á fund annað kvöld.  Hlakka mikið til. 

Kallinn er að vísu ennþá veikur, vonandi verður hann orðinn hress á morgun, það er svo leiðinlegt að vera svona. Við mæðginin fórum í Heiðimörkina í dag að hitta fótboltagaurana og þeir feng pylsur og svala - svaka stuð. Fórum svo í Veröldina okkar að hitta mömmuklúbbinn og buðum þeim svo hingað heim af því að sú sem ætlaði að bjóða heim var veik. Fannst svo gott að hitta þær og leyfa krökkunum að hittast. Hafði miklar áhyggjur af því að vera að bjóða þeim heim, þar sem heimilið er svo skítugt að það hefðu allir getað fest við gólfið hérna, en það komust allir inn og út aftur, þannig að þetta var í lagi. Ég hreinlega elska að geta fengið fólk í heimsókn - þrátt fyrir að eiga skítugt heimili, fullt af hundahárum og dóti út um allt.

Eftir að þær voru farnar fór ég í Hagkaup í leit að Butternut - og fann það Grin. Ótrúlega heppin.  Græddi líka annað á þessari ferð, þ.e. hitti mágkonu mína og kærustuna hennar og það var svo gott. Finnst ég hitta þær allt of sjaldan. Langar helst til að hafa þær barasta alltaf hjá mér þykir svo óstjórnlega vænt um þær. Reyndi að bjóða þeim í mat - tókst ekki, en græddi knús frá þeim og sæt skilaboð á bílnum mínum :D  

Eftir matinn bauð ég strákunum að koma með mér í smá göngutúr - fór bara frá öllu á borðinu eins og það var og við fórum út. Vildi aðeins komast út í góða veðrið og gá hvort ég gæti ekki ýtt undir að litli guttinn gæti hjólað á tvíhjólinu og viti menn, hann hjólaði alveg helling sjálfur. Komum síðan inn, þeir háttuðu sig og ég bauðst til að lesa fyrir þá í mínu rúmi, sofnaði með þeim og vaknaði fyrir klukkutíma. Fór þá að taka til í eldhúsinu og svo á bloggrúnt. Núna ætla ég að taka til það sem þarf í leikskólann á morgun og fara svo aftur að sofa. Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

hvað er butternut...............er það eitthvað sem ég má borða..............???

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 21.4.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: María

Það er mynd af því í færslu hérna neðarlega, ætla að gá hvort ég finni hana ekki.

María, 21.4.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: María

Gáðu hvort þú getur séð það hérna - það helmingast, en er sko alveg þess virði.

María, 21.4.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband