Takk fyrir góðu kveðjurnar og straumana sem ég fékk frá ykkur. Vá hvað það er gott að vera ekki slappur. Er eiginlega að ég held orðin nokkuð hress bara. Vaknaði allavega í morgun fór fram með strákunum. Er búin að fá mér pönnsu og jarðaber (sem er svo gott - nammi namm) Er búin að taka til í eldhúsinu sem var eins og eftir kjarnorkusprengju, búin að taka af rúminu okkar og þvo það sem var á því, búin að setja í aðra þvottavél. Búin að prjóna smá af afmælisgjöfinni fyrir mág minn. Þyrfti að fara að taka úr þvottavélinni núna og setja í aðra, en ætla aðeins að slappa af svo ég verði nú ekki aftur veik, nenni því sko allllllls ekki. Þarf svo að fara að hafa til hádegismatinn minn.
Dásamlegt að hafa heilsuna. Núna vil ég bara meiri heilsu - þannig að ég geti farið með stóra stráknum mínum og fótboltanum hans í Heiðmörk á morgun og svo farið að hitta mömmuklúbbinn minn í Veröldinni okkar og svo í kaffi á eftir. Ég ætla að reyna að vera mjög stillt í dag til að þetta takist. Vonandi eigið þið góða helgi.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viltu vera svo góð að fara varlega svo að þér slái ekki niður og þá kemstu kannski ekki á fundinn á mánudaginn..... (afar eigingjörn hugsun á bak við þetta, saknaði þín svo síðast
)
Helga Dóra, 19.4.2008 kl. 19:14
Ég tek undir með síðasta ræðumanni. Vinsamlega ekki ofgera þér, væri voða gaman að sjá þig á mánudaginn
Sykurmolinn, 19.4.2008 kl. 21:19
Það er nú gott að heyra. Ég er núna heima með hita og beinverki. Maður verður eins og ungabarn í svona flensu. huhu
Sigga (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.