Verð að skrifa aðeins um upplifun mína frá því í gær í fermingarveislunni. Þetta var svona hádegisverður og kaffi á eftir með kökum og tilheyrandi. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að aðstoða í þessari fermingarveislu og það var ágætis "próf" fyrir mig. En allavega, ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að missa mig í matinn sem var í boði, en eftirréttirnir voru eitthvað sem ég var meira en lítið til í að missa mig í. Bað hina sem var að aðstoða um að sjá um að setja konfektið í skálar og svoleiðis, treysti mér ekki í það, en svo í hita leiksins þegar allt kláraðist inni og það þurfti að bæta á, þá gerði ég það, án þess að finna þörf hjá mér til að stinga upp í mig. Ég er svo þakklát fyrir það.
En það sem mig langaði til að segja ykkur frá er að það er til fólk sem skilur eftir alveg HELLING af kolvetnum á diskunum sínum. Ég barasta trúði því ekki að þetta fólk kláraði ekki kökurnar sínar og skildi jafnvel nammið eftir sem það hafði tekið með sér á borðið. Hvernig er þetta hægt???? Þetta virtist vera fjölskyldutengt, sum borðin voru með diskana alveg vel sleikta og bara bréfin af namminu eftir, en á öðrum borðum voru allir diskarnir með afgöngum. Hin sem var að aðstoða er mjög vön að aðstoða í veislum og hún átti ekki til orð yfir því hvað fólk nýtti bæði matinn og eftirréttinn illa. Ég var nú svolítið glöð að ég var ekki ein um að hugsa svoleiðis.
En það er svolítið skrýtið að sjá að það er til fólk sem er ekki eins og ég. Ég er kannski búin að umgangast of mikið af ofætum um ævina
Jæja verð að fara að tilkynna matinn minn og fara að sofa, svo ég geti náð þessum viðbjóði úr mér fyrir námskeiðið á morgun.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já mér finnst alltaf jafn skrítið að hitta fólk sem er sannarlega venjulegt. Konan sem ég tók við af í vinnunni minni var þannig. Við borðuðum saman í nokkur skipti og ég nánast glápti á hana þegar hún borðaði því hún var svona það sem telst 100% eðlilegt. Hún var mátuleg á stærð, róleg, yfirveguð og tók stundum með sér nesti en samt ekki alltaf, skammtarnir voru mátulegir, vel samsettir, maturinn hollur og hún borðaði stundum ávöxt eða smá brauð milli mála og hún var ekki í megrun eða aðhaldi eða átaki. Ég spurði hana meira að segja út í matinn hennar og matarvenjur því mér fannst þetta svo stórmerkilegt, að einhver gæti hagað sér svona eðlilega gagnvart mat.
Marilyn, 15.4.2008 kl. 00:37
Ég drekk ekki vín og hef ekki gert í mörg ár.............en í dag þegar ég sé fólk skilja eftir í glasinu sínu líður mér eins og þér leið í fermingarveislunni............mér finnst alveg furðulegt að panta sér bjór á bar og skilja hálfann eftir............ég hef meira að segja spurt vinkonur mínar ef þær gera þetta hvort þær ætli ekki að klára vínið sitt...........maður er auðvita klikk
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 11:12
Þetta er sannarlega furðulegt, ég er alveg sammála. Að klára ekki af disknum sínum og geta sleppt því að fá sér....eitthvað kolvetni ??? Þetta er einmitt það sem skýrir muninn á ofætum og öðrum. Minn heili skilur ekki svona, fyrir utan hvað það er dónalegt að leifa matnum
Ég hef líka séð í kringum mig fólk sem hefur eðlilegar matarvenjur og ekkert tengt fíkn. Kemur mér samt alltaf jafn mikið á óvart
Góðan bata María mín.
Sigurlaug (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:19
Ég skil ekki svona heldur. Sá þetta nú ekki í þessum fermingaveislum sem ég fór í. Þar voru margar ferðir og sleiktir diskar allt í kringum mig......
En get tekið kast ef fólk leyfir mat og víni..... Það er yfirsynd.
Helga Dóra, 15.4.2008 kl. 16:18
Ég mun held ég aldrei skilja það hvernig er hægt að vera venjulegur gagnvart mat.
Það sem Guðrún Vaka sagði um vinnufélaga sinn fyrrv. minnti mig einmitt á eina sem ég vann með fyrir mörgum árum og hún var svona venjuleg, bæði í líkamsvexti og matarvenjum. Ég sá hana aldrei borða neitt á milli mála, hún borðaði bara holla og venjulega matarskammta í matartímunum. Ég spurði hana einu sinni hvort hún dytti aldrei í nammið og hún missti andlitið yfir þessari spurningu, því hún missti sig sko alveg! Hún fékk sér kannski alveg heila lúku af (mjög litlum og fíngerðum) kolvetnum! En þá fengi hún líka ógeð. Ég missti nú bara andlitið yfir því, því ég hefði sko klárað kassann! Enga eina lúku neitt. Hvor okkar ætli hafi verið klikk
Sykurmolinn, 15.4.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.