Ligg núna hérna heima og vorkenni mér alveg svakalega, ætti að vera á Hvammstanga á fundum þar, en nei, ég varð bara að liggja hérna heima og gera ekki neitt nema þjást.
Vaknaði kl. 4 í nótt og fann að ég var orðin virkilega slöpp, mældi mig, var með 38,9, lá þá og velti því fyrir mér hvernig ég gæti keyrt á Hvammstanga með svona mikinn hita, var að spá í að reyna að finna einhvern til að keyra mig, en ég sá að það myndi ekki virka. Fór skrilllllllljón sinnum með æðruleysisbænina, sofnaði í 40 mín. Mældi mig aftur, var komin í 38,5, hélt að ég gæti þá kannski verið búin að losna við hitann kl. 8 í morgun :D - ég veit ég er mjög bjartsýn. Fór aftur nokkrum sinnum með æðrulseysisbænina. Hugsaði mikið um aumingjans fólkið sem getur náttúrulega alls ekki lifað án mín á Hvammstanga - je ræt. Allavega, í morgun þegar við vöknuðum svo öll, þá var ég aftur komin með 38,8, þannig að ég var ekket á leið úr rúminu, nema til að borða :D Hringdi í vinnuna, bað þær að láta fólkið vita að ég kæmi ekki og afpanta bílinn. Reddaði svo leiðara fyrir kvöldið og ritara og get núna legið og hugsað um að láta mér batna, því á morgun þarf ég að vera orðin góð. Á nefninlega að vera með námskeið á morgun og hinn og vil helst ekki fresta því, þar sem við höfum þurft að fresta því áður.
Verð að hvíla mig núna, en þarf að segja ykkur frá fermingarveislunni sem ég var að aðstoða í í gær. Sá þá ýmislegt sérkennilegt.
Knús
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu þér batna mín kæra
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 14.4.2008 kl. 19:36
Söknuðum þín í kvöld. Sendi þér góða strauma og lækninga kraft....... Halelúja og þú verður heil.... híhí.....
Helga Dóra, 14.4.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.