Heppnust í heimi

Vá þetta var geggjaður dagur í fráhaldi, kemst ekki yfir það að það sé hægt að fara í afmæli og heimsóknir án þess að fá sér sykur og hveiti og allt það sem veldur mér fíkn.

Ég fór sem sagt með fjölskyldunni minni í afmæli hjá litla frænda mínum sem verður 20 ára á morgun.  Mér finnst það svolítið sérstakt því ég passaði hann þegar hann var lítill. Ég er samt ekkert orðin svo gömul FootinMouth. En allavega í afmælinu var ég að bera kolvetni í börnin mín og svo hafði ég fuulllllt af tíma til að spjalla við fólk sem ég hefði annars aldrei spjallað við.  Fékk ótrúleg viðbrögð frá sumum þarna, sem hafa ekki séð mig í ár. Fékk að heyra að ég væri svo falleg, ekki það að ég hafi nú alltaf verið falleg en vá, þetta er alveg ótrúlegt.  Er sem betur fer orðin það þroskuð að ég tek þessu sem hóli, en ekki eitthvað annað, eins og ég gerði fyrir ári síðan, því þá var ég alltaf að hugsa "já þér fannst ég sem sagt feit og ljót - aha ég skil"Angry.  Það er svo frábært að geta hugsað bara að fólk er bara að hrósa manni og það vill styrkja mann í því sem maður er að gera.  Þetta er geggjað.

Fórum síðan til tengdó, sem við gerum alllllllllt of sjaldan og áttum þar yndislegan dag.  Þau eru með yndislegan pall og við sátum þar úti alveg til 5 og strákarnir léku sér í hverfinu.  Ég skrapp í Maður lifandi og reddaði mér hveitikími og sojamjöli og fékk mér hádegismatinn minn hjá þeim, svo við þyrftum ekki að drífa okkur heim.  Ég eldaði hveitikím á pönnu hjá þeim og vigtaði og borðaði matinn minn fyrir framan systur tengdamömmu og manninn hennar sem ég þekki eiginlega ekki neitt. Ég var náttúrulega spurð spjörunum úr um þetta og ég var bara stolt og sagði frá þessu öllu. Mér leið bara svo hrikalega vel í dag og þetta var bara æðislegur dagur.  En svo var einn plús í viðbót.  Í Maður lifandi hitti ég gamla bekkjarsystur mína, og ég heilsaði henni að fyrra bragði (sem ég hefði aldrei gert fyrir ári) - talaði fullt við hana, komst að því að hún á heima í sömu blokk og tengdó og þegar ég kom aftur til tengdó vildi dóttir hennar fara út að leika við strákana mína. Ég talaði þess vegna meira við hana og ég er svo ánægð með það.  Var ekkert að reyna að flýja eins og ég gerði alltaf.

Þegar við komum svo hérna heim borðaði ég KFC (- ala María)  barasta varð að prófa það og það virkaði.  Ótrúlega gott - skrýtið, því ég var ekkert mjög hrifin af KFC.  Meira að segja karlinn talaði um að það væri geggjað.  Ég mun sjálfsagt ekki léttast mikið þennan mánuð ;D En mér er alveg sama því ég er komin svo nálægt kjörþyngdinni og er hætt að þráhyggjast út í þyngdina.  Er mjög sátt við það hvernig ég lít út.

FRELSI - geggjað. 

 Farið rosalega vel með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband