Hellú, ég ætlaði bara að láta ykkur vita af því að Icelandair hefur ákveðið að greiða töskuna og það sem úr henni týndist án þess að mótmæla því á nokkurn hátt og ég er þeim ótrúlega þakklát. Ég eiginlega trúði ekki póstinum frá þeim þar sem þeir báðu bara um reikningsnúmerið mitt og ekkert múður.
En núna er ég að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera í sambandi við hleðslutækið fyrir myndavélina. Á ég að panta hleðslutæki að utan og borga 10.000 kr fyrir það, eða á ég að kaupa mér nýja myndavél. Myndavélin er 3 ára gömul 4 megapixla og ég verð að viðurkenna að mig langar svolítið mikið í nýja sem tekur allavega 7 megapixla. Hvað á ég að gera???
Er annars búin að eiga klikkaðan dag, sem samt gekk upp og það er ótrúlegt. Brjálað að gera í vinnunni, rétt komst heim til að borða matinn minn áður en ég fór með þann yngri á íþróttaæfingu og skildi hann síðan eftir þar til að fara með þann eldri á fótboltaæfingu sem ég skildi eftir þar til að ná í þann yngri af íþróttaæfingu og keyrði hann heim til afa og fór svo að ná í þann eldri og vin hans og keyrði þá heim til vinarins. Kom svo heim og þá var komin vinkona til þess yngri sem var fínt, því ég þurfti að undirbúa saumó, sem ég byrjaði sem sagt að undirbúa kl. 6 og hann var kl. 8, en það gekk upp. Það kom einn annar vinur til þess yngri og ég sinnti þeim ekki neitt. Stóð upp á endann í eldhúsinu að búa til kolvetni fyrir vinkonur mínar sem eru ekki matarfíklar, því það er fullt eftir og samt lagði ég mig mikið fram við að vera ekki með mikið af veitingum. En alltaf tekst mér að hafa ALLLLLLT of mikið af veitingum. Var líka með kolvetni úr pokum, sem eru svolítið að bögga mig núna. Skellti þeim bara upp í skáp og vona að kallinn klári þau fljótt og vel og ætla að biðja hann um að ganga frá öllum hinum afgöngunum. Treysti mér ekki í það. Svona er ég nú lasin.
Talandi um það, held að yngri strákurinn sé að verða veikur, hann er búinn að vera að hósta dálítið núna í kvöld. Vona að það verði ekkert úr því. Hvernig stendur á því að þegar ég ætla ekki að skrifa neitt, þá verða það alltaf einhverjar helljarinnar færslur sem enginn nennir að lesa. Jæja, ætla að fara að sofa. Góðar stundir.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 709
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega það sem ég hugsaði... ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ. En ætla þeir ekki að borga það???
Hef heyrt það að treysta Guði fyrir því þegar pirringurinn útí þetta brakandi drasl kemur inn í húsið virki. Ekki geyma það uppí skáp. Hentu því með kallinum í vinnuna..... Nú, eða bara í ruslið. Það virkar vel og er rosalega góð tilfinning sem getur fylgt því.
Helga Dóra, 9.4.2008 kl. 11:40
geturðu ekki fengið nýja vél fyrir aurinn frá icelandair?? en pæliði í því að þurfa að vera æðislega þakklát fyrir að eitthvað einokunarfyrirtæki standi sig gagnvart kúnnum sem borga okurverð ! magnað
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:36
Fáðu þér nýja vél
ekki spurning! Og þú dugleg með saumóinn.
Sykurmolinn, 9.4.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.