Hæ hæ,
vildi bara láta ykkur vita af því að ég væri feitabolla og mér finnst það frekar hallærislegt. Ég var nefninlega einu sinni alvörunni feitabolla. Í dag er ég ekki alvörunni feitabolla, heldur svona þykjustunni feitabolla og þetta veit ég bara af því að ég er komin niður í stærðir sem ég hélt að væri ekki hægt að vera í, hélt að það væru bara anorexíusjúklingar og svoleiðis í þessum stærðum. Ég man eftir því að hafa verið í stærð 54 að ofan, en núna er ég í stærð 40. Þetta er barasta ótrúlegt. Og ég voga mér að finnast ég feit í dag, þegar ég er í buxum nr. 38 - er þetta ekki hallærislegt. Ég er klárlega með veikan haus. En allavega, þegar svona kerlingar (eins og ég er núna) voru að tala um það að þær væru feitar, þá langaði mig oft til að sækja um byssuleyfi ;D, en sem betur fer gerði ég það ekki, því þá væri ég örugglega í ofáti inni í fangelsi, þar sem eru örugglega kaffitímar með meiru. Og það sem ég sé núna er að þær voru og eru bara veikar, alveg eins og ég er. Því miður, en ég er samt í bata, því ég get séð að ég er biluð í hausnum og ég vigta mínar máltíðir 3 sinnum á dag og borða þær, þrátt fyrir allt sem gerist í lífinu mínu. Hvort sem ég er feit eða mjó, þá þarf ég bara að vigta mínar máltíðir og lífið gengur upp.
Og eitt annað sem ég verð að fá að minnast á, ég er komin með mikinn athyglisbrest. Veit ekki hvort það fylgir fráhaldinu eða hvað það er, ég gleymdi einu stk afmæli um helgina. Það gerðist ekki hérna áður fyrr. Það sem mér finnst leiðinlegast við það er að þar voru margir af mínum bestu vinum og mig langaði virkilega að hitta þá. Þetta var 5 ára afmæli hjá skvísu sem er að flytja með fjölskyldunni sinni til Ástralíu í 4 mánuði og mér finnst það svakalega skrýtið og mig langaði svo að vera með þeim. En sem betur fer hitti ég mömmu hennar í saumó hjá mér annað kvöld og svo fer ég bara og knúsa þau rétt áður en þau fara.
Jæja ætla að tilkynna matinn og svo í bað. Eigið góðar stundir.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 709
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þekki það að fá "feituna" stundum fæ ég með henni "ljótuna" og vá hvað ég þekki það að vilja gefa út veiðileyfi á grannar konur sem tala um að þær séu of feitar........ Það er því miður bara eitt orð til um það ÖFUNDSÝKI........ sem ég þekki mjög vel líka
Helga Dóra, 7.4.2008 kl. 23:37
.....sko í morgun þegar ég leit kelluna augum í stóra speglinum inn á baði þá hugsaði ég bara mikið helv... er þetta að ganga vel....fór svo á vigtina og þegar ég sá mig í speglinum aftur 3 mínútum síðar var ég miiiiiklu feitari svo ég þekki vel svona lasinn koll!!!!!!!!!! En mikið skrambi erum við heppnar að fá að sjá þetta og látum þetta þar með ekki slá okkur út af laginu;) Knús!
bólan (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 00:41
ó hvað mér finnst alltaf gott að fá það staðfest að fleiri eru eins og ég ... pæliði í því að geta verið að springa úr spiki inni í sér ... í buxum númer 12 !!! ef ég væri í grjótinu eða á öðrum hælum væri ég einmitt örugglega 150kg, það er ALLTAF matartími !!!
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 8.4.2008 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.