Jæja, þá er fyrsta fótboltaæfingin búin og strákurinn alveg staðráðinn í að vera í þessu áfram. Hann stóð að mínu mati aðeins of oft með hendur í vösum, en var ótrúlega flottur, set kannski myndir af snillingnum síðar. Æfingin var í einn og hálfan tíma og við áttum von á því að hann yrði gjörsamlega búinn á því þegar hann kæmi heim, en ónei, hann er úti að hjóla núna. Það er bara geggjað.
Ég er búin að vera með geðveikan hausverk í dag, lagði mig í rúman klukkutíma og lagaðist ekki neitt. En er að velta því fyrir mér hvort þetta séu fráhvarfseinkenni því ég er ekki búin að fá mér Pepsi Max í 2 daga. Það kemur í ljós, ætla að prófa að fá mér PM núna á eftir þar sem það er búið að bjóða mér í leikhús í kvöld og ég get eiginlega ekki verið með svona hausverk þá. Vona eiginlega að þetta séu fráhvarfseinkenni, þannig að þetta lagist þá við að fá sér PM, en finnst það samt hræðilegt ef þetta eru fráhvarfseinkenni - því þá er ég orðin illa haldin.
Jæja er hætt í bili, ætla að fá mér PM.
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 709
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þurfum kannski einhverntímann að stofna Pepsi Max anonimous. Er samt ekki tilbúin alveg strax.
Helga Dóra, 6.4.2008 kl. 17:52
bara koffín-fráhvörf, alþekkt hjá fólki sem t.d. drekkur bara kaffi í vinnunni en ekki heima hjá sér, skál !
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 6.4.2008 kl. 21:37
Jæja bara, ég hef fengið niðurstöðu í málið. Var með fráhvarfseinkenni. Hausverkurinn hvarf eins og skot, um leið og fíkniefnið komst inn í líkamann. Ég segi eins og þú Helga Dóra, við þurfum að stofna PM anonymous, en ekki alveg strax, ég var að kaupa kippu. Kannski næstu helgi :D - eða bara einhverntímann seinna - ha ég að fresta hlutunum, nei hvað meinið þið ;)
María, 6.4.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.