Smá pása

Það er svo frábært þegar það er svona gott veður og strákarnir mínir fara bara beint út að leika sér eftir skólann.  Núna er einn vinur í heimsókn og þeir eru allir 3 úti að leika sér, held þeir séu að smíða á borðið sem er út - þeir eru að "laga það" hí hí hí.  Því er ekki viðbjargandi en þeir mega reyna það. Ég er eitthvað hálf slöpp núna, langar mest til að leggja mig bara, er með verki og eitthvað vesen, en það hlýtur að líða hjá. Ég kemst á fundi í kvöld niðri í Gula húsi í annað skiptið á þessu ári síðan ég kynntist GSA, þannig að ég verð að fara og svo var ég beðin um að leiða, sem er ótrúlegur heiður náttúrulega og ég barasta verð að fara.

Jæja verð að fara, verið að kalla á mig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sykurmolinn

Takk fyrir fundinn; það var æðislegt að hlusta á þig 

Sykurmolinn, 3.4.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Helga Dóra

OOOOOOOO langaði svo á fundinn. En kemst bara næst.....

Helga Dóra, 3.4.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband