Notarlegt

OHHHH ég var greinilega ennþá sofandi þegar ég skrifaði þessa færslu - ýtti allavega á vitlausan takka þannig að hún birtist ekki í morgun.  En allavega ég læt hana flakka hérna. 

 

 

Vá hvað það er notarlegt að vakna svona snemma (kl 6:00) og þurfa ekki að hugsa um neinn nema sjálfan sig ;D

Ég er að fara aftur í Garðinn í dag og ég vona að ég komist þangað óhindrað, en þó það verði hindrun, þá verður það bara allt í lagi, ég bara tek því sem að höndum ber og æsi mig ekki yfir því.

Það var fundur í gærkvöldi og hann var yndislegur.  Fullt af fólki og leiðari kvöldsins var bara frábær og það var svo gott að hlusta á hana.  Síðan var spjallað eftir fundinn og ég vildi að ég hefði getað spjallað miklu lengur, en ég þurfti að fara heim svo ég gæti vaknað svona snemma í morgun og fengið mér að borða og svoleiðis.  Allavega ég verð að drulla mér af stað. Eigið góðan dag í dag dúllurnar mínar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband