Þessi vika búin

Jæja já, nú er þessi vika búin og ný vika að taka við.  Mín þarf að dru... sér á fætur kl. 6 í fyrramálið til að geta verið tilbúin úti í Garði (á Reykjanesinu) kl. 8.00 til að halda námskeið.  Það verður erfitt að þurfa að vakna svona snemma, sérstaklega þar sem ég er ekki ennþá farin að sofa, en það verður samt örugglega gaman.

Ég var að hugsa það núna um daginn hvað það er orðið mikið auðveldara að standa fyrir framan fólk og tala núna en fyrir 33 kg síðan.  Núna veit ég að ég lít nokkuð eðlileg út í fyrsta skipti á ævinni.  Allavega þegar ég er í fötunum. Þannig að fólk er ekki að spá "OMG hvað hún er feit", en núna er það örugglega bara að spá í "ætli hún sé ólétt" þar sem húðin á maganum er ekki á því að minnka eftir að hafa verið strekkt út í hið ítrasta.  Ég held að húðin treysti mér ekki - ekki það ég treysti sjálfri mér ekki í mínum eigin vilja ;D

Helgin hefur gengið alveg ágætlega hérna megin.  Ég þreif bílinn að innan og utan, ekki var vanþörf á.  Mæli ekki með því að fólk fái sér bíl með svörtum sætum og svo hund með hvít hár.  Passar ekki vel saman.  Við þurfum að fá okkur grind í skottið þannig að skvísan komist ekki í sætin.  Nú svo mæli ég ekki með því að börnum sé leyft að borða í bílnum, eða drekka, þar sem að minnsta kosti 5% af því sem þau fá virðist alltaf "detta" í sætin, á gólfið og í loftin.  Á laugardaginn tókum ég og drengirnir til hérna heima á meðan minn yndislegi maður fór að versla.  Drengjunum voru lofuð verðlaun ef þeir tækju vel til í herbergjunum sínum og þeir lögðu mikið í það að taka vel til og týndu allt undan rúmunum og allt.  En móðirin sá að hún á ennþá eftir að kenna þeim ýmislegt, t.d. að raða dótinu í hillur og svoleiðis, en þeirra markmið var að taka allt upp úr gólfinu og það tókst.  Algjörar hetjur.  

En á meðan við vorum að taka til þá uppgötvaði sá eldri að sá yngri hefði skrifað stafi á vegginn hjá sér.  Þegar sá yngri var spurður, þá kannaðist hann ekki við það. Hann vildi meina að besta vinkona hans (sem NB kann ekki að skrifa stafina) hefði gert þetta eða bara einhver annar. Kannaðist alls ekki við þetta. Þetta var dálítið erfitt.  Mamman var í því að reyna að fá hann til að segja sér satt, en hann vildi ekki viðurkenna þetta á sig.  Og núna í kvöld sagði hann mér frá því að einhver óboðinn gestur hefði komið hingað inn og lesið í bókinni sem við vorum að lesa og sá hinn sami hafi líka skrifað þessa stafi á vegginn. Það var einhver bófi sem kom inn og gerði þetta.  Það var frekar erfitt að halda andlitinu þegar hann var að segja þetta.  Hann er bara 4 ára.  Hvernig verður hann sem unglingur.  ÚFF

Þeir bræður eru mikið að pæla núna í því hver skapaði heiminn og svo hver skapaði GUÐ. Sá yngri ákvað að himinninn hefði skapað GUÐ, en stóri var ekki alveg sammála því.  Vildi að ég ætti video af þeim að ræða þetta. Æi þeir eru svo mikil krútt.  

Heyriði jæja, ég er búin að fara í eitt barnafmæli og 1 fermingarveislu í dag og það gekk svo vel, ég hafði ekki minnstu löngun í það sem var þar á borðum og það er bara vegna þess að mér tókst að taka þessu með æðruleysi og ró.  Ég er svo þakklát fyrir þetta allt saman.

Til hamingju sá sem kemst í gegnum þetta og ég vona að þú eigir yndislegan dag.  Ég er farin að tilkynna matinn minn og svo að sofa svo ég geti sagt eitthvað af viti á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Gangi þér vel með námskeiðið. Hlakka til að sjá þig á morgun.

Helga Dóra, 30.3.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

regla númer eitt ... aldrei viðurkenna neitt !!! húrra fyrir sonum þínum

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 31.3.2008 kl. 09:42

3 Smámynd: Sykurmolinn

Það er krókódíll á þessu heimili sem gerir ýmislegt af sér, hann t.d. hellir rosalega oft niður og svo er hann stundum að stríða bræðrunum á kvöldin þegar þeir eiga að fara að sofa.  Ótrúlega óþægur krókódíll sko!  En bræðurnir (4ra ára) gera ekkert.....  Algjörir englar

Vonandi gekk námskeiðið vel - og að vakna á svona ókristilegum tíma.  Mér finnst sko ennþá NÓTT klukkan 6 "að morgni".....

Sykurmolinn, 31.3.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Gangi þér vel...........kveðja Hulda Lind

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 31.3.2008 kl. 11:49

5 Smámynd: Helga Dóra

Ég skal veðja uppá 50 kall að þú varst föst í miðjum mótmælaaðgerðum í morgun á leiðinni á Suðurnesin..........  

Helga Dóra, 31.3.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: María

Hvernig má bjóða þér að greiða þetta Helga Dóra mín :D  Ég rétt slapp.  Þori ekki að segja frá því hérna, en ég skal segja þér frá því í kvöld.

María, 31.3.2008 kl. 18:27

7 Smámynd: Helga Dóra

Sjitt, get ég tekið þetta á Visa rað??????

Helga Dóra, 31.3.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband