Vill einhver páskaegg???

Ég er í stórhættu núna, er ein heima með drengina mína og þeir farnir að sofa.  En þeir eiga ennþá páskaegg frammi í eldhúsi og ég finn fyrir hrikalegum vanmætti gagnvart páskaeggjunum og því sem er eftir af sælgætinu.  Ég reyndi að láta þá og vini þeirra klára þetta í dag, en það gekk ekki.  Skil ekki hvernig þeir fara að því að eiga þatta svona lengi.  Verð að sitja núna föst hérna með tölvuna ofaná mér svo ég hreyfi mig ekki fyrr en ég fer að sofa. 

Eldri sonur minn tók smá pirri/frekjukast í dag  - vældi bara og vældi því vinur hans treysti sér ekki að vera lengi úti að hjóla - því hann var að krókna úr kulda.  Ég reyndi að taka þessu með mikilli ró, en mér þótti það erfitt.  Ég bauð honum að vera lengur úti að hjóla og vinurinn gæti bara verið inni hjá mér að leika, en þá sagði stóri strákurinn minn "þú lætur eins og þú sért mamma hans, þetta er ósanngjarnt" (segist með miklum vælutón).  "Þá verður þú að koma með mér út að hjóla" (segist með miklum vælu og frekjutón).  Mikið óskaplega langaði mig til að taka greyið og henda honum inn, eða faðma hann eða eitthvað, ég barasta hreinlega vissi ekkert hvað ég átti að gera.  Það er ekkert grín að vera uppalandi.  Og ég sem þykist geta gefið öðru fólki ráð í þessum málum.   Hí, hí, en hann er yndislegastur þrátt fyrir þetta.

Ég náði þeim merka áfanga í gær að vera búin að vera í hálft ár í fráhaldi og er ótrúlega glöð með það, það var greinilega hálft ár hjá mér sem fór í einhverja vitleysu, því það er rúmt ár síðan ég frétti af MFM miðstöðinni og GSA, en ég hef líklegast þurft þetta hálfa ár til þess að æfa mig í prógramminu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Sendi þér hér með fráhaldsstrauma og góða víbra. 6 mánuðir og fullt af kílóum eru ekki páskaeggjanna virði. Be strong beibí. Hringdu áður en fyrsti hömlulausi bitinn nær þér. Segi aftur hann er ekki þess virði.

Helga Dóra, 25.3.2008 kl. 23:33

2 identicon

Hæ skvís.  Stay strong ;o)  Þú ert svo frábær.

Til hamingju með hálfa árið í fráhaldi, bara geggjað :-)

Knús í krús, Guðrún.

Guðrún (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 08:35

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég sá blogg þar sem súkkulaði var kallað DRULLA ÚR GARÐI DJÖUFLSINS pældu í því ... langar þig í svoleiðis?

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 26.3.2008 kl. 11:23

4 identicon

Takk dúllur, hvar væri ég án ykkar. Ég lifði þetta alveg af og núna langar mig ekki neitt í þetta, en ég er líka í vinnunni að drekka te

ég sjálf (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:48

5 Smámynd: Helga Dóra

Drulla úr garði djöfulsins..... Geðveik lýsing á kolvetnunum.  Til hamingju með sigurinn. Þú ert hetja

Helga Dóra, 26.3.2008 kl. 16:56

6 identicon

Hæ,hæ!

Datt inn á þessa síðu fyrir röð tilviljana og já... fyrst ég er nú hingað komin, þá kvittar maður :D

Þú stendur þig alveg frábærlega vel og síðast þegar ég sá þig, var eftirtektarvert hvað þú geislar af gleði og er greinilega sátt við lífið og tilveruna. :D

Knús og kram

Sigurrós

Sigurrós (mömmuklúbbi) (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband