Gleðilega páska

Hæ, hæ og gleðilega páska,

ég ætla bara aðeins að stimpla mig hérna inn í dag, þar sem það eru páskar og ég er mjög veik fyrir því sem er yfirleitt stundað á páskunum.

Í dag er ég búin að borða morgunmatinn minn, taka til, ryksuga og skúra.  Fylgjast með drengjunum mínum leita að og borða páskaeggin sín og svo núna er ég bara að hanga á netinu, ætla að vísu að fara að fá mér hádegismat bráðlega þar sem ég þarf að borða kvöldmatinn á skikkanlegum tíma með fjölskyldunni.  

Ég var í ferðalagi frá fimmtudegi til laugardags og það var bara yndislegt fyrir utan það að ég var dálítið mikið í eldhúsinu og var að þvælast í kringum hluti sem ég ætti ekkert að vera að þvælast í kringum og ég fann vanmátt minn algjörlega hellast yfir mig.  En það er svo gott að geta bara sleppt því, biðja bara þennan sem er manni æðri að hjálpa sér og hann gerir það.  Ég tók með 12 lítra af Maxinu og ég kom heim með 4 lítra (að vísu voru fleiri að fá sér - en það var ekkert miðað við það sem ég drakk af þessu).  Hugsa að næsta verkefni sem ég þarf að takast á við er Maxfíknin og tyggjófíknin, en ég ætla að vinna fyrst í matarfíkninni, nammifíkninni og sykurfíkninni.  Mér líður ótrúlega vel í dag og er sátt við að borða ekki súkkulaðið sem allir hinir fá, ég fæ nefninlega svo margt í staðinn og í kvöld ætla ég sko að fá mér snakk og sultaðan lauk - nammmmmmmmmi, miklu betra en allt súkkulaðið í heiminum.

Knús frá ofætunni miklu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband