Heppin

Ég er svo ótrúlega heppin - ég ætla ekki að vera svona væmin eins og síðast, en ég er bara að spá í það að núna sit ég hérna EIN ( að vísu með hundinum) heima í fyrsta skipti í langan tíma og hangi bara á netinu. Þyrfti náttúrulega að vera að taka til og þrífa, en ég er búin að ákveða að ég ætla ekki að gera það núna, ég ætla bara að gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt þangað til strákarnir koma heim.  Svo ætla ég náttúrulega líka að gera eitthvað skemmtilegt eftir að þeir koma heim, en það verður meira skemmtilegt á þeirra forsendum en mínum forsendum.

Er að spá í að setjast upp í sófa í smá stund og prjóna peysuna sem ég byrjaði á í gær handa einu nýfæddu kríli sem ég hlakka svo mikið til að sjá - þannig að ég verð að drífa mig að prjóna hana. Í kvöld ætla ég að borða góðan mat í góðum félagsskap og fara svo á ílátakynningu og sjá hvernig við hömluleysingjarnir höndlum það að sjá svona flott ílát.  Það er ekki séns að ég fari þaðan út án þess að vera búin að ákveða að kaupa eitthvað af þeim, en ég verð að reyna það - verð að spara eins og staðan er í dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

sjitt, María, heldurðu að við eigum eftir að lyfta gróðakúrfunni hjá ílátakompaníinu upp í kvöld????  Við verðum bara að hjálpa hvor annarri að hafa hemil á okkur. Deilum reynslu okkar styrk og vonum í þessu öllu saman. En ég er búin að vera dugleg að taka til og gera fínt fyrir kvöldið, ég er rosa spennt. Hlakka til að sjá þig.  

Helga Dóra, 19.3.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

María? Takk fyrir að eyða tíma í að uppfæra uppskriftirnar, Habbý var að senda mér skjalið...þú ert perla

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband