Jæja já, ég var að skoða 2 ára gömul myndbönd af sonum mínum í gær og Guð minn góður hvað þeir voru mikil krútt og ég sakna þess að hafa þá ekki svona litla og tala svona vitlaust og yndislega. Ég sat og grét yfir þessu hérna í gærkvöldi og svo í dag er ég svo þakklát fyrir hvað þeir eru stórir, þar sem þeir eru núna úti í garði að leika sér og ég get treyst því að þeir fara ekki neitt. Þeir eru yndislegir saman og það yndislegasta sem ég veit. Ég elska líf mitt eins og það er. Ohhh ég er svo heppin.
Ég er svo þakklát fyrir:
Minn yndislega, yndislega mann sem hefur hjálpað mér að eignast þetta frábæra líf
Yndislegustu gullmolana mína tvo sem hafa gefið mér svo margt
Foreldra mína sem gera og myndu gera allt fyrir okkur
Bróður minn sem er svo falleg og góð sál og gerir allt fyrir litlu systur sína (sem honum finnst þó vera algjör dekurrófa)
Frábært heimili
Vinnuna mína sem gerir stöðugt kröfur á mig, en leyfir mér þó að eiga fjölskyldulíf
GSA og alla sem í GSA eru, því þeir hjálpa mér að eiga það líf sem ég á í dag og hjálpa mér að sjá svona skýrt hvað ég er heppin
Ég myndi ekki vilja breyta lífinu mínu nokkurn skapaðan hlut. Ég er í fráhaldi og á yndislegt líf og ég er svo heppin að eiga videó upptökur af því þegar strákarnir mínir voru litlir. Núna ætla ég að fara að taka videó af þeim þar sem þeir eru að leika sér svona fallega saman, til að eiga minningar frá þessum degi.
Knús og kram
María
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 709
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svo gott að fá svona þakklætis, væmnisköst og minna sig á hvað manns hefur það gott. Sjáumst í kvöld...
Helga Dóra, 10.3.2008 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.