Yndislegt kvöld að baki

Nú eru hömlulausu ofæturnar farnar frá mér.  Ég bauð þeim sem voru með mér úti í London hingað í svona mynda og matarkvöld og það var gegggggggggjað.  Fékk fullt af nýjum hugmyndum og lærði hvernig maður á að búa til snakk og eftirrétt.  NAMMMMMMI. Oh þetta var svo gott og þetta eru svo yndislegar stelpur.

IMG_0770Það var eitthvað svo skrýtið, að í gærkvöldi þá var ég barasta í rólegheitunum að flokka mataruppskriftir í tölvunni og eitthvað.  Venjulega þegar ég er að bjóða fólki í heimsókn, stend ég á haus í tiltekt og einhverri geðveiki í að búa til einhverja klikkaða rétti, en núna sat ég barasta alveg sallaróleg og var bara alveg róleg á meðan þær voru hérna.  Þetta var eitthvað svo frábært, ekkert stress og ekkert vesen.  Takk yndislegu stelpur fyrir að sýna mér að þetta er hægt og er ekkert mál.  Þið eruð alltaf velkomnar til mín.

Jæja, ætli ég verði ekki að fara að gera matseðil fyrir morgundaginn og hunska mér í rúmið þar sem ég ætla að sækja stóra bró á flugvöllinn kl.  6 í fyrramálið.  Vonandi verður helgin okkur öllum góð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Takk fyrir frábært kvöld. Þú ert í blússandi bata að ná að vera svona róleg þrátt fyrir að vera að fá fullt hús kvinnum.

Helga Dóra, 8.3.2008 kl. 01:26

2 identicon

Mmmmm hljómar vel - snakk og eftirréttur   Spurning hvort þið skutlurnar takið ekki bara að ykkur að halda matreiðslunámskeið fyrir nýgræðinga!

Eigðu yndislega helgi skvís.  Kv, Guðrún.

Guðrún (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 08:42

3 Smámynd: Hdora

vá...hvað ég þarf að heyra allt um þessa ferð fallegastan mín !!! knús og gangi þér vel   hdora

Hdora, 8.3.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband