Hæ, hæ,
langaði bara aðeins að byrja á því að tjá mig um Londonferðina. Eða öllu heldur um flugfélagið sem ég flaug með. Þannig er mál með vexti að þegar ég lenti með Icelandair á föstudagskvöldið og var að bíða eftir töskunni minni við færibandið sé ég allt í einu svarta tösku koma eftir bandinu sem var öll í tætlum og hlutir úr henni á færibandinu og ég sé svo strax að þetta er taskan mín því ég er búin að setja borða á hana til að þekkja hana frá öllum hinum svörtu töskunum. En allavega á færibandinu voru sokkar og sokkabuxur af mér og nokkrir hlutir týndust og ég þakka bara guði fyrir að það voru ekki nærfötin sem duttu úr henni. Þetta var nógu pínlegt samt þegar ég var að tína hlutina mína í töskuna aftur og fólk að rétta mér hluti af bandinu. Ég fer að sjálfsögðu og tilkynni þetta og maður sem ég hitti þar segir að það komi annar karl og láti mig fá nýja tösku, en ónei það er ekki gert Icelandair er eina flugfélagið sem lætur farþegana sína ekki fá nýja tösku þegar töskurnar þeirra skemmast. Þannig að ég þurfti að þvælast með töskuna mína í Undergroundið og bað stelpurnar að vera fyrir aftan mig og fylgjast með því að ekkert dytti úr henni á leiðinni upp á hótel. Þetta var svona frekar leiðinleg byrjun á annars geggjaðri ferð með frábærum skvísum í GSA.
Síðan ætlaði ég að hringja í Icelandair í hádeginu í dag og tékka á þessu, en þá lokar þessi þjónusta klukkan 12. Alveg hreint dásamlegt. En ég hlakka mikið til að vita hvernig þeir bregaðst við þessu og hvort tryggingarnar mínar eigi bara að sjá um þetta. En það kemur bara í ljós. Ég á allavegna alveg geggjaða tösku núna með fjórum hjólum undir sem er frábær ferðafélagi í búðir, hvort sem Icelandair eða ég sjáum um að borga hana. En það sem ég sakna mest úr töskunni er hleðslutækið fyrir myndavélina mína.
Annars var þetta barasta æðisleg ferð í alla staði, ég kynntist GSA betur, ég kynntist Íslensku gellunum sem voru með mér mikið betur, ég lærði fullt af bæði þeim íslensku og þeim útlensku. Bæ ðe vei það var fólk þarna frá ótrúlegustu stöðum í Evrópu t.d. Slóveníu og frá Bandaríkjunum. Fólk sem var að byrja í fráhaldi og kona sem er búin að vera í fráhaldi í 31 ár. Ohhh þetta var barasta æðislegt.
Ég er svo þakklát fyrir að það kom ein vinkona mín með sem ég kynntist á MFM miðstöðinni, því við erum báðar búnar að vera að berjast við að halda okkur inni í fráhaldi og hefur gengið það misjafnlega vel. Henni gekk vel í sumar þegar ég var að falla og það hjálpaði mér svo mikið af stað aftur og ég er henni óendanlega þakklát fyrir það. Og svo ánægð með hún vildi koma með okkur.
Ég kynntist einni svakalegri skvísu sem er búin að vera í fráhaldi í langan tíma og ég er búin að líta þvílíkt upp til hennar frá því ég sá hana fyrst í desember og það er svo geggjað að hún er búin að upplifa svo margt að því sem ég er að upplifa núna og hún gat miðlað mér af viskubrunni sínum í sambandi við allt. Ohhh þetta var svo geggjað. Ég er búin að græða svo mikið á þessari ferð, þó ég hafi klárað alla peninga sem við áttum og hefðum getað eignast um næstu og þarnæstu mánaðarmót. Þá er allavega hjartað mitt ótrúlega ríkt - - he he ein hömlulaus í öllu.
Ég gat sem sagt verslað mér alveg heilan helling, verslaði líka hrikalega mikið á strákana, þurfti allavega í fyrsta skipti á ævinni að borga yfirvigt, en það var svoooo þess virði. Vorkenni bara greyið stelpunum sem þurftu alltaf að bíða eftir mér á flugvellinum út af veseni, en sem betur fer erum við allar í þessu dásamlega prógrammi þannig að allir þurftu að æfa sig í að fara með æðruleysisbænina og njóta þess að vera til. Ég allavega er ótrúlega sátt við ferðina, ferðafélagana og æðri máttinn minn.
Takk allar fyrir þolinmæðina og frábæra ferð og ég vona að ég fái að njóta þess heiðurs að fara aftur með ykkur í svona ferð og þá held ég að ég verði búin að vinna mig aðeins úr hömluleysinu í versluninni - vona allavega að mig vanti ekki jafnmikið af fötum og mig vantaði núna.
Eigið yndislega daga.
Flokkur: Bloggar | 26.2.2008 | 22:20 (breytt kl. 22:24) | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 710
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega, við eigum þetta skilið og enga meðvirkni yfir þessu með töskuna. Við biður allar eftir einhverjum þessa helgi og allar með þolinmæði og æðruleysi yfir því. Takk fyrir góða helgi
og svo er bara að sýna hörku í töskumálunum 
Helga Dóra, 27.2.2008 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.