London

Ég ætlaði bara að stimpla mig aðeins hérna inn áður en ég fer til London, fer út á völl eftir klukkutíma.  Er með 17 kíló af mat.  Veit ekki alveg af hverju ég tek svona mikið af mat með mér ég á ekki að borða 17 kíló á 4 dögum. Ég ætti kannski að reyna að koma með 32 kílóa tösku heim, til að sjá hversu mikið það er sem ég er búin að vera að rogast með hingað til.

Ég er allavega orðin alveg hrikalega spennt og vona að við eigum eftir að eiga góða ferð þarna saman.

 Hérna er svo veðurspáin fyrir ykkur sem viljið vita hvernig við höfum það þarna úti.

 Hérna er hótelið.

Hérna er um Round up-ið 

Þá hafið þið það á hreinu og vitið hvar er hægt að ná í mig :D

 Vonandi gengur öllum vel með það sem þeir eru að gera.  

Knús,

María 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

SAUTJÁN KÍLÓ ???? þú ert náttúrulega lasin

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 22.2.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Hdora

yndislegust...vildi að ég væri með ykkur fallegustu og yndislegustu konum í öllum heiminum......knús knús hlakka til að heyra í þér bestasta Marían mín...

Hdora, 23.2.2008 kl. 20:36

3 identicon

Hey hvað meinið þið, ég kom heim með 34 kíló sem aðeins meira en ég er búin að missa :D - og helmingurinn örugglega matur - he he he tími sko ekki að henda neinum mat. Er ég hömlulaus - nei ekki ég.

Ohh þetta var svo skemmtilegt. Hefði ekki getað fengið betri ferð - eins og ég var stressuð fyrir hana. Skrifa meira seinna.

Ég sjálf (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband