Letidagur, en samt ekki

Þetta er búinn að vera yndælisdagur, vaknaði með krílunum 4 hérna kom þeim fyrir framan sjónvarpið og fór aftur að kúra (oj hvað ég er löt móðir) fór svo framúr um 10 leytið og fékk mér að borða góða matinn minn eftir að ég var búin að hræra saman deig fyrir bollur - því við áttum von á gestum í hádeginu.  Það var æðislegt, mágur minn, mágkona og "svilkona" komu ásamt einni vinkonu mágkonunnar og það var bara æðislegt.  Ég elska að hafa húsið svona iðandi af lífi og ég elska að hitta fólkið sem mér þykir vænt um.  Vildi helst hafa þetta svona allar helgar, en ég verð víst að leyfa þeim sem vilja hafa rólegra á heimilinu að ráða stundum - en bara stundum.

Jæja eigið gott kvöld og góða nótt :D 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband