Ég er í fráhaldi í dag vegna þess að ég vigta og mæli þrjár máltíðir á dag af Gráu síðunni, ég skrifa þær niður og tilkynni til sponsors einn dag í einu þrátt fyrir allt sem gerist í líf mínu.
Halló kæri lesandi, ég er að prófa þetta í fyrsta skipti, þe. í fyrsta skipti ætla ég að láta fólk vita af því að ég sé að blogga. Hef verið með bloggsíðu, en passað að enginn vissi af henni. En þannig er mál með vexti að ég hef verið ansi tæp í fráhaldinu mínu í dag og ég fann það að það var rosalega gott að skrifa um það til sponsorsins míns, þannig að ég ætla að prófa að skrifa um það á svona síðu og gá hvað það gerir.
Allavega ég ætla að prófa að fara yfir daginn sem byrjaði á því að ég þurfti kl. 2 í morgun (nótt) að þrífa upp ælu eftir son minn, sem NB! ældi í 1 og hálfs meters radíus í allar áttir (líka upp) án þess að vakna. Klukkan 6 vaknaði ég svo við það að maðurinn skreið heim af djamminum sem þýðir vonandi að hann skemmti sér vel og svo kl. 7 vaknaði ég við það að eldri strákurinn skreið upp í og vildi fá meiri sæng af pabba sínum - sem var ekki alveg í ástandi til að svara svona beiðni, þannig að ég þurfti að skipuleggja betur hver lá hvar. Svo rétt eftir að við vorum búin að þessu og að fara að sofna, þá hringir einhver ókunnugur sími í jakkanum hjá karlinum, ég fer og svara í hann og segi að maðurinn minn hafi komið með þennan síma heim - þetta var gaurinn sem átti símann og hann spurði hvort hann mætti koma að ná í símann í fyrramálið (að mínu mati er kl. 7 að morgni fyrramálið) en allavega ég sagði bara "já já að sjálfsögðu". Hann þakkaði pent fyrir sig og ég fór upp í rúm, en ónei síminn hætti ekki þarna, nú hringdi hann 2x í viðbót og það voru vinir eigandans og annar þeirra spurði mig hver ég væri og lækkaði svo röddina og spurði "hver ert þú???" Ég hugsaði náttúrulega strax, hann heldur að ég sé einhver hjásvæfa eða eitthvað álíka og sagði honum allt af létta og að ég gæti ekki vakið manninn minn til að spyrja hann hvaðan þessi sími kæmi.
En allavega eftir þetta gátu gríslingarnir ekki sofið og fóru fram að horfa á imbann á meðan við gátum sofið aðeins. Svo um kl. 9 drullaði ég mér á fætur og lokaði karlinn inni í herbergi í þeirri von að hann myndi sofa úr sér og vera þar af leiðandi hressari til að vera með okkur eitthvað í dag og svo hann gæti líka farið og horft á fótbolta með bróður sínum. Ég ætlaði í bíó með strákana eftir hádegi en það var uppselt á myndina og ég fór þá bara með strákana í Hagkaup og leyfði þeim í fyrsta skipti að fá sér sjálfum úr nammbarnum og eldri stubburinn sem er alveg eins og mamma sín tók poka og reyndi eftir fremsta megni að troða eins miklu í hann og hægt var, en mamman reyndi að hafa hemil á honum. Yngri stubburinn fór bara og keypti sér einn poka af poppi. Síðan komum við heim og þeir fóru að horfa á Star Wars í fyrsta skipti, með pabba sínum og borðuðu popp og nammi. Þeir höfðu nú ekkert sérstakt úthald, en nú hafa þeir allavega séð þetta sem allir eru að tala um í skólanum.
Um 5 leytið kom svo mágur minn með dætur sínar 2 og þeir bræður fóru að horfa á fótbolta á meðan ég reyndi að hafa ofan af fyrir krökkunum með því að leyfa þeim að leika sér með gamalt förðunardót frá mér og mála í mig í framan. Hafði hugsað mér að leyfa þeim bræðrum að sjá mig eftir förðunina, en vildi ekki láta þá fá taugaáfall, þar sem ég leit út fyrir að vera með risastórt glóðurauga og mjög illa farin í kinnunum og á vörunum :D
Ég gaf krökkunum að borða áður en þeir komu heim af leiknum þannig að við gætum átt náðuga stund við að borða, sem var geggjað. Verð að gera það oftar. Stelpurnar ætla að fá að gista hérna þannig að þeir bræður ákváðu að skella sér í bíó saman og þá var ég eiginlega alveg búin að ákveða að ég ætlaði svoleiðis að hella sælgætinu sem var keypt í Hagkaup í dag ofaní mig, þar sem þeim tókst ekki að klára það í dag. En þökk sé æðri mætti, sponsornum mínum og sponsíunum þá tókst mér að halda mér í burtu frá þessu og nú ætla ég upp í rúm, þannig að ég þakka bara fyrir daginn og vona að þið eigið góðan dag á morgun.
Sem bæ ðe vei ég ætla að eiga í fráhaldi :D
Vá ég hélt í alvörunni að ég myndi ekki skrifa svona mikið í fyrstu færslunni, en hafði greinilega þörf fyrir það ;)
Flokkur: Bloggar | 17.2.2008 | 01:42 (breytt kl. 01:43) | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 710
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin í bloggheima. BLoggið heldur manni oft heilum því þar getur maður nöldrað og "talað" út
Hafrún Kr., 17.2.2008 kl. 01:53
vá..yndislegust...þú ert bara alveg æði !!! svo óendanlega dugleg...knús knús og kærleikskveðja hora
Hdora, 23.2.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.