Oh, ég hlakka svo mikið til að vera með öllum GSA gellunum á morgun.
Var að koma úr hjólatúr í vinnuna. Prófaði að hjóla þangað núna í kvöld til að gá hvort ég í fyrsta lagi gæti það, í öðru lagi hvað ég væri lengi og í þriðja lagi hvað ég svitnaði mikið á leiðinni. Þetta tókst alveg prýðilega, en vandamálið var að ég var með hundinn með mér - er nefninlega búin að kaupa svona stöng á hjólið þannig að það er hægt að hafa hana fasta við hjólið - og hún var nú ekki alveg til í að hlaupa eins hratt og ég hefði getað farið niður brekkurnar. Þannig að tímamælingin virkaði ekki alveg, en þetta var bara frábært. Finn svolítið fyrir vöðvum aftan á lærunum núna sem er bara geggjað. Er samt alveg svakalega hissa á því hvað mér er lítið illt í klofinu eftir 2 tíma hjólaferðina sem ég fór með strákunum á mánudaginn niður í Elliðaárdal. Það eru kannski aukaverkanir af því að hafa lést svona = ekki eins mikill þungi á klofinu - hvað haldið þið???
Fór í dag að kaupa ný gleraugu á litlu töffarana mína. Fáum þau eftir ca 2 vikur, þe. ef einhver getur náð í þau í Fríhöfninni - það er 25% ódýrara þannig að ég varð að gera það. Liggur við að það borgi sig að kaupa ferð til útlanda - hí hí, ein að leita að afsökun. Sá annars fullt af flottum geraugum en er ekki til í að kaupa gleraugu sem brotna við minnsta hnjask. - Því trúið mér þau þurfa að þola MIKIÐ hnjask á þessum bæ.
Annars ætla ég bar að fara að koma mér í bað, lakka mig með glimmer naglalakki og alles, sérstaklega fyrir þig Habbs - HÍ, HÍ, HÍ
Sí jú gæs
Bloggar | 16.5.2008 | 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það styttist óðum í partýið góða og minn yndislegi eiginmaður er búinn að sitja sveittur í gær og í dag við að setja saman 2 diska handa okkur, einn í rólegri kantinum og svo annan dans disk. Eru einhver sérstök lög sem þið mynduð vilja sjá á þessum diskum???
Nú svo er spurning hvað við ætlum að gera um kvöldið ætlum við eitthvað niður í bæ eða svoleiðis, nú ef svo er þá er spurning hvort einhver hafi áhuga á að kíkja á mágkonu mína sem er að DJ-a á Organ ásamt kærustunni sinni - hef aldrei komið þangað og veit ekkert um staðinn, en reikna með því allavega að ég kíkji þangað.

Bloggar | 13.5.2008 | 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Var að koma úr leikhúsinu með vinkonum mínum. Fór að sjá leikritið Mamma, mamma og mér fannst það algjör snilld. Það náði algjörlega að fjalla um allt sem við vinkonurnar höfum verið að ræða í saumaklúbbunum. Bara snilld, það fór yfir allan tilfinningaskalann, ég hló (sem ég geri mjög sjaldan svona opinberleg), ég fór hjá mér og skammaðist mín, ég grét. Allt sem mér finnst að gott leikrit eigi að gera.
Er annars barasta búin að eiga ágætasta dag, drengirnir rosalega duglegir úti að leika, fóru út að hjóla og svo niður að læk að sulla, blautir upp í hné... bara æðislegt.
Pantaði far frá Róm til London í júlí, en á eftir að panta far frá London til Pisa, fann ekki á nógu góðu verði :D ætla að fara að lakka á mér neglurnar og finna far til Pisa eða nágrennis. Vonandi eigið þið góða nótt og góðan dag á morgun. Knús
Bloggar | 11.5.2008 | 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kæru mæður, til hamingju með daginn.
Fékk ótrúlega fallega mæðradagsgjöf frá stóra stráknum mínum í dag. Er eiginlega ótrúlega væmin eitthvað yfir henni - sit hérna með tárin í augunum.
Fékk sem sagt þetta fallega gula blóm og á því stendur ef það sést ekki á myndinni. Mamma þú ert: hlý, góð, flott, elskuleg, falleg, skemmtileg, best og sæt.
Er hægt að hugsa sér það betra??? - ég bara spyr.
Sá yngri er búinn að knúsa mömmuna sína í bak og fyrir og segist elska mömmu sína mest : ) ohhh músí músí, væmið!!! - en yndislegt að heyra þetta.
Bloggar | 11.5.2008 | 12:21 (breytt kl. 12:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hellú, vildi bara aðeins monta mig af stóra stráknum mínum sem mér finnst svo flottur í fótboltanum (þó hann standi oft bara með hendur í vösum og fylgist með strákunum hlaupa - en hann hefur áhuga á fótboltanum og vill æfa - sem er meira en ég nennti að gera þegar ég var krakki í ofáti) mér finnst hann svo mikil hetja. Hann var að missa efri framtönn í kvöld, eða ölluheldur við foreldrarnir píndum hann í að toga hana úr svo hún myndi ekki hrökkva ofaní hann í nótt.
Hérna koma nokkrar myndir af honum.

Svo þarf ég náttúrulega að monta mig af hinum snillingnum mínum líka. Sá yngri er alveg hreint ótrúlega duglegur að æfa sig í stöfunum, hann getur skrifað þá alla og sagt hvað þeir heita, hann vill helst læra að lesa strax (4 ára) er að reyna að halda aðeins aftur af honum, en hann er samt aðeins byrjaður að lesa í Við lesum bókinni. Nú svo er hann farinn að hjóla á tvíhjóli - algjör hetja. Hérna koma nokkrar myndir af honum teknar þegar hann var með okkur á laugardagsmorguninn á fótboltamóti bróður síns. Og hann kvartaði ekki baun í bala. Hann er ótrúlegur .
Ætla svo að reyna að vera dugleg við að taka myndir af þeim núna, þe. ef mamma og pabbi keyptu myndavél handa mér úti í Íran. Þau eru að koma heim núna í kvöld loksins og ég verð nú að segja að ég er búin að sakna þeirra fullt, en vona að þau hafi skemmt sér vel.
Sé að ég hef ekki verið nógu dugleg að taka myndir af þeim yngri og nú ætla ég að reyna að standa mig betur í því.
Bloggar | 7.5.2008 | 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | 4.5.2008 | 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vááááá aðlöðunin virkar. Það er alveg merkilegt hvað fólk einhvernveginn hringir allsstaðar að og vill fá að vita meira um þetta núna allt í einu. Ég velti því fyrir mér hvort allir hafi verið að bíða eftir því að ég hætti þessu bulli og fari að fitna, en svo þegar það sér bara að ég grennist og grennist þá vill það fá það sama takk. Helst á silfurfati, í bók, eða bara fá uppskriftina takk. Ég er í svolitlum vandræðum með að segja fólki að mæta á fundi og finna sér sponsor, ég er búin að ákveða fyrir suma að þeir muni ekkert geta þetta með sponsor, það sé best að ég bara geri þetta með þeim - en það er nú meira bullið. Maður verður að finna sér sponsor og gera þetta alla leið til að þetta virki. Annars er þetta bara einhver megrun sem virkar alveg eins og allar aðrar megranir fyrir ofætur í smá tíma og svo bætir maður á sig tvöfalt eftir að maður hættir.
Það verður örugglega fullt af fólki sem ég þekki á mánudagsfundinum - eða það vona ég, mér finnst það alveg geggjað ef allt þetta fólk sem mér þykir vænt um mætir á fundinn og finnur kannski lausnina fyrir sig í GSA eins og ég gerði.
Ætlaði annars að segja ykkur frá frábærum 1. maí/uppstigningardegi, við vöknuðum í rólegheitunum, kl. 10:30 var dyrabjöllunni hringd og bekkjarsystir þess eldri var mætt og vildi leika. Allir á náttfötunum hérna, ekki alveg tilbúin í að taka á móti gestum, en hún kom nú samt inn og þau léku sér svo úti til hádegis, en þá fórum við fjölskyldan á Þingvelli og Geysi. Bara geggjað - yndislegt veður. Fórum í fótbolta saman á Þingvöllum. Held við séum bara að verða Disney fjölskylda . Eftir þessa frábæru ferð fórum við til tengdó og þar var pylsupartý og öll börnin og barnabörnin samankomin. Svakalegt stuð. Þetta var bara yndislegur dagur. Og dagurinn í dag var nú líka alveg frábær veðurfarslega séð allavega, strákarnir voru úti í garði til rúmlega 9 - sem er náttúrulega alveg hræðilegt, því sá eldri er að fara að keppa á sínu fyrsta fótboltamóti í fyrramálið kl. 9. Þannig að ég ætla að fara að sofa núna og bið ykkur um að eiga góða nótt og fara vel með ykkur. Knús
Bloggar | 3.5.2008 | 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er komin í kjörþyngd samkvæmt BMI stuðlinum, er að vísu í 24,9, sem er hæsta talan, en engu að síður komin í kjörþyngd í fyrsta skipti á ævinni. Alveg hreint ótrúlegt og þetta á ég allt GSA og ykkur að þakka.
Knús
Bloggar | 30.4.2008 | 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ohh, ég er svo ánægð með helgina.
Laugardagurinn var alveg frábær hjá okkur, við tókum daginn frekar snemma, ég byrjaði að reyna að taka aðeins til á heimilinu og svo fór ég út í garð að taka til eftir veturinn. Karlinn hélt áfram að taka til inni og gerði svaka fínt, á meðan ég var úti að taka sleðana inn, taka laufin úr beðunum, sópa gangstéttina, tína upp afgangana frá áramótunum. Strákarnir fengu heimsókn og fóru svo báðir í hjólatúr hérna niður í dal með krökkunum. Það var fyrsti hjólatúrinn sem litlinn fór í án mömmu sinnar og hjálpardekkjanna - verð að viðurkenna að ég var svolítið með í maganum út af því hann er ekki alveg kominn með þetta á hreint. Svona 20 mín eftir að þau fóru, kom sá eldri í rólegheitunum, settist í róluna í garðinum og sagði að litli hefði meitt sig - alveg sallrólegur, en mamman rauk frá hrífunni, skellti sér upp í bíl (því þau voru svo langt í burtu - sá fyrir mér að ég þyrfti að halda á alblóðugu barninu alla leiðina heim sem ég treysti mér ekki í, þó hann sé léttari en ég 33 kg sem ég burðaðist með á mér í mörg ár) hundurinn og sá eldri upp í bílinn, brunaði á staðinn þar sem þau voru, allt í góðu me þann litla, oggguponsulítið sár á fingri sem varla sást. Ég veit, ég veit ég er paranoid, en það er betra en að vera of kærulaus.
Að þessu loknu fórum við aftur heim, ég kláraði að sópa í garðinum og gaf krökkunum að drekka úti. Bara dásamlegt. Fór svo og náði í nýju fínu garðstólana og setti þá í garðinn og ákkúrat þegar ég var að klára það, kom vinur mannsins míns með strákana sína og vinkona mín með strákinn sinn, mömmu sína og systur. Það var bara geggjað, allir úti í garði og svaka stuð hjá krökkunum. Mér fannst sumarið bara alveg komið - ef hitinn hefði verið 6 gráðum meiri hefði ég skellt stóru sundlauginni út, en það verður að bíða betri tíma.
Fór svo í ótrúlega skemmtileg 40 ár afmæli með hattaþema. Borðaði matinn minn í veislunni, því vinnan í garðinum hafði sett matardagskrána mína úr skorðum, en það var bara svakalega fínt. Fór heim að sofa um 2 leytið svo ég gæti nú farið með gaurinn í fótboltann.
Sunnudagurinn var bara í rólegheitunum, fótboltaæfing hjá þeim eldri og afmælisveisla, við hin vorum bara í rólegheitum hérna heima. Borðaði góðan mat og naut þess að vera úti í garði að prjóna og vera með strákunum.
Bloggar | 29.4.2008 | 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 28.4.2008 | 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar