Ég er ennþá svolítið að velta þessu fyrir mér með bloggið, hvort ég eigi eða eigi ekki. Og ætla bara að blogga kannski eitthvað áfram.
Allavega best að byrja á því að óska ykkur gleðilegs árs og kærar þakkir fyrir það gamla. Ég var í alveg rosalega góðu fríi með allri fjölskyldunni minni um jólin og það var æðislegt, en ég þarf að muna það fyrir næstu jól að setja svefninn hjá drengjunum ekki eins mikið úr skorðum. Þetta var svo slæmt fyrir fyrsta skóladaginn, að sá yngri sofnaði kl. 10 og sá eldri kl hálf eitt, þá vaknaði sá yngri og vakti til 4 og við svo á fætur kl. 7. Þannig að NOTE TO SELF láta strákana sofa á venjulegum tíma yfir jólin 2009, nema náttúrulega á gamlárs.
Er annars að reyna að taka ákvörðun um hvað ég ætla að gera í dag, en hangi bara í tölvunni og klukkan að verða 2.
Ætla að fara að gera eitthvað af því sem þarf að gera. Síjú leiter.
Bloggar | 10.1.2009 | 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er alltaf að sjá það betur og betur að ég er hömlaus í öllu sem kemur að kolvetnum. Ætti eiginlega að fara og taka mynd af því sem ég var að gera í dag en ég þori ekki að gera það, því ég verð örugglega skömmuð fyrir hömluleysið. Er nefninlega búin að baka og baka og baka og baka og baka og baka meira í dag fyrir afmælisveislu sem við ætlum að hafa á morgun fyrir prinsana mína þrjá. Fáum vonandi fullt af fólki í heimsókn og ég hlakka geggjað mikið til. Elska að fá fólkið okkar í heimsókn og geta knúsað það og spjallað við það og gefið því að borða - KOLVETNI. - ætli ég sé að láta það borða fyrir mig. Þarf kannski aðeins að fara að skoða það.
En allavega, ætla að fara að hætta með þessa bloggsíðu - er nefninlega einn leiðinlegasti bloggari landsins og ætla að fría bloggheima undan þessari þjáningu.
Eigið góðan sunnudag og viku og mánuði og ár.
Knús
Bloggar | 18.10.2008 | 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ætlaði ekki að hlusta á eða horfa á fréttir. Og viti menn - ég er ennþá á lífi og ekkert vont gerðist, hjá mér. Fékk að vísu leiðinlegar fréttir af fólki í kringum mig, en það er samt eitthvað sem ég get ekki breytt og það eina sem ég get gert er að vera til staðar fyrir fólkið ef ég get hjálpað því. Ef ég væri á taugum, að farast úr þunglyndi og áhyggjum af því að allt sé að fara á annan endann, þá er ekki séns að ég gæti verið til staðar fyrir aðra. Ég treysti því, trúi og bið að það fari allt vel.Fékk líka ofsalega góðar fréttir - það bættist við lítið kríli í vinahópnum. Bara yndislegast.
Mér tókst algjörlega að lifa í deginum og njóta hans. Ég gat sinnt strákunum mínum, skipulagt barnaafmæli og prjónað og farið á foreldrafund í leikskólanum og það er barasta allt í lagi með okkur. Magnað alveg hreint.
Bloggar | 8.10.2008 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svona hljómar stjörnuspá dagsins fyriri Krabbann í mogganum í dag.
Þig langar að færa til fundartíma eða sleppa einhverju öðru. Hvað sem þú ákveður að gera, mun alla vega einn taka því persónulega. Íhugaðu því tilfinningar annarra .
Er með geðveikan móral, því ég átti að vera á fjórum fundum í dag, en ákvað að vera heima, því ég er með hausverk og líður illa í líkamanum. Velti því mikið fyrir mér hver það gæti verið á þessum fundum sem tæki því persónulega. Hehe man núna hvers vegna ég hætti að lesa stjörnuspána fyrir mörgum árum.
Allavega það að ég mæti ekki á neinn af þessum fundum í dag er bara vegna þess að mér líður illa, en er ekki út af neinu öðru. Hafið það rosalega gott.
Bloggar | 6.10.2008 | 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7 ára barnið var að koma heim úr skólanum rétt í þessu og segir við mömmu sína voðalega rogginn " mamma veistu af hverju ég er að kom heim núna" (hann var sem sagt hálftíma lengur en venjulega á leiðinni). Mamman svarar "nei" og á von á því að barnið segi henni eitthvað voðalega skemmtilegt sem gerðist. Barnið segir "af því að ég var í slag". Hjartað í mömmunni stoppaði og leitaði að blóðslettum út um allt, en engin ummerki slagsmála eru sjáanleg á barninu. Þegar mamman er búin að fullvissa sig um að engin bein séu brotin og ekki skráma á húðinni nær barnið að halda áfram að segja stoltur frá því að hann hafi "pikkað fight" við krakka í 5. bekk, af því að einn þeirra hafði sagt við bekkjarfélaga sonarins að ef hann færði sig ekki frá myndi hann kýla andlitið af vininum. Bekkjarfélaginn hörfaði en litli 7 ára töffarinn sagði við 5. bekkingana "wanna fight" og slóst sem sagt við einn þeirra og svo þegar fleiri 5. bekkingar voru farnir að slást við þann litla, þá ákvað sá litli að hætta og koma heim. Sem betur fer.
Og nú er hann endurtekið búinn að spyrja mömmu sína hvort henni finnist hann vera kjarkaður fyrir að hafa gert þetta. Úff það er erfitt að svara þessu. Auð'vitað er hann kjarkaður, en OMG þetta er ekki það sem maður vil að litla, ég endurtek litla barnið manns sé að gera.
Bloggar | 2.10.2008 | 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er búin að vera svo heppin að eiga barasta dásamlegt kvöld, var fyrst boðið í mat hjá vinahjónum okkar sem elduðu mat fyrir mig og tóku þvílíkt tillit til mín og voru bara frábær í alla staði og strákarnir gátu skemmt sér vel hjá þeim. Komum síðan heim og átti dásamlega kvöldstund með tveimur æskuvinkonum mínum. Ég veit hvað ég er heppin og ég þakka fyrir það á hverjum degi. Og eftir hvern dag er ég líka alveg hreint ótrúlega hissa á því að ég sé svona heppin.
Á morgun ætla ég kannski að skreppa í sund með strákana mína eða allavega að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Og svo er laugardagurinn stútfullur af dagskrá sem endar í matarboði hjá okkur með vinahjónum okkar. Eigið góða helgi.
Bloggar | 19.9.2008 | 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
gleymd´ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
Bloggar | 16.9.2008 | 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
og sá þessar myndir á einni síðunni. Ég barasta varð að setja þær hérna inn. Hí hí. En allavega ef þið viljið skoða prjónasíður þá er www.prjona.net mjög fín og líka www.garnstudio.com. Fullt af fínum uppskriftum og líka fullt af hallærislegum uppskriftum :D
Bloggar | 13.9.2008 | 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er búin að boða eina til mín á þriðjudaginn að prjóna. Þið sem viljið eruð velkomnar líka. Það er alveg hægt að koma bara eftir fundinn fyrir þá sem vilja gera bæði, á ekki heima neitt voðalega langt frá.
Endilega þið sem hafið áhuga, mætið bara með prjóna og garn (það má líka alveg koma og ekki prjóna). Látið mig bara vita ef þið ætlið að koma svo ég viti ca hverjum ég á von á.
Knús
Bloggar | 13.9.2008 | 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á morgun ætlum við að halda upp á afmæli frumburðarins. Hann fæddist að vísu daginn eftir 11. september og það er skrítið til þess að hugsa að fyrir 7 árum var ég rúmlega 120 kíló - man ekki töluna. Með meðgöngueitrun - neðri mörk blóðþrýstingsins yfir 100 og ég í mikilli vanlíðan, vegna þess að ég þurfti að liggja inni á kvennadeild, en gat ekki verið heima að undirbúa komu þessa litla gullmola. Það átti að setja mig af stað þann 11. sept, en það voru ansi margar sem fóru af stað þann dag, þannig að það var ákveðið að láta mig bíða þangað til 12. september. Ég var alveg sátt við það og ég eiginlega vildi bara hætta við að eignast barn í þennan ljóta heim. En þann 12. september 2001 fengum við þennan gullfallega dreng í fangið og ég gleymdi samstundis hörmungunum í USA (en það varði svo sem ekki lengi). Það er ekkert sem ég hef upplifað fallegra en að eignast strákana mína tvo. Þeir eru bestu strákar í heimi og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera með þeim. Ég man að ég sat oft með frumburðinn í fanginu og var að spjalla við hann með tárin í augunum af þakklæti yfir því að fá að hafa hann hjá mér. Ég veit svo vel að það er alls ekki sjálfsagt að eignast börn og ég veit líka svo vel að það er ekki sjálfsagt að allt gangi að óskum. Ég er svo óskaplega þakklát fyrir strákinn minn. Hann hefur gefið mér svo margt og kennt mér svo margt. Stundum endurspeglar hann mig svo mikið að það hræðir mig. Hann erfði ákveðna "galla" frá mér og mínum, en ég held að það sé bara verkefni sem ég þarf að vinna með og ég er bara heppnasta mamma í heimi.
Á morgun ætlar hann að bjóða bekknum sínum og nokkrum vinum. Hann langaði helst til að bjóða öllum árganginum og mömmu hans langaði líka til þess, en það þýddi að það yrðu 45 börn í húsinu og það er líklegast ekki ráðlagt. En við komust að þeirri niðurstöðu að það er nóg að hafa 25 börn, þó það sé leiðinlegt fyrir þá sem fá ekki að koma. Úff það er sárt, því hann er svo vinamargur og það eru margir í hinum bekknum sem hann leikur við og vildi bjóða. Ein meira að segja hringdi og grátbað um að fá að koma. En við verðum að hafa hömlur á okkur og það er erfitt fyrir mig hömluleysuna.
Jæja, verð að fara að koma mér í rúmið ef ég á að höndla morgundaginn.
Eigið yndislegan dag. Knús
Bloggar | 11.9.2008 | 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Mínir tenglar
Mín lausn
- Grey Sheet Færði mig svo yfir í þessi samtök í maí
- Matarfíknarmiðstöðin Hérna byrjaði ég í febrúar 2007
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar